Netnotkun eykst 29. júní 2004 00:01 Netnotendum fjölgar ekki á Íslandi. Fækkar ekki heldur - og Íslendingar státa líkast til enn af heimsmeti í Netnotkun þrátt fyrir að hún standi í stað þriðja árið í röð. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum nota Netið. Þett akemur fram á vef Tæknivals, taeknival.isÁ hinum Norðurlöndunum er ívið minni Netnotkun, 77% í Danmörku, 75% í Noregi, 71% í Danmörku og 66% í Svíþjóð. En þótt Netnotendum fjölgi ekki eykst dagleg Netnotkun og fer úr 63% í 75%. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu nota Netið meira en landsbyggðarfólk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýbirtrar könnunar Hagstofu Íslands á notkun heimila og einstaklinga á tækjabúnaði og Netinu. Lítill kynjamunurEf litið er á niðurstöður könnunarinnar varðandi Netnotkun kemur í ljós að yngra fólk er eins og vænta mátti líklegra til að nota Netið en þeir sem eldri eru. Allt frá 89-97% einstaklinga yngri en 45 ára nota Netið, 80% á aldrinum 45-54 ára, 62% á aldrinum 55-64 ára, og hjá elstu kynslóðinni fellur þetta hlutfall niður í 33%. Könnunin leiðir í ljós að enginn merkjanlegur munur er á Netnotkun kynjanna nema hjá þeim sem eru eldri en 54 ára, þá höfðu 60% karla og 44% kvenna notað Netið á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd könnunarinnar. Enginn munur reyndist milli kynja þegar tíðni Netnotkunar var skoðuð en yngra fólkið notar Netið tíðar en þeir eldri. Á Norðurlöndum og í löndum Evrópusambandsins eykst Netnotkun samhliða aukinni skólagöngu einstaklinganna, minnst er notkunin meðal þeirra sem hafa minnstu skólagöngu að baki en mest hjá háskólamenntuðum. Könnun Hagstofunnar leiðir í ljós að minni munur er að þessu leyti á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Rúmlega helmingur heimila tengist Netinu með háhraðatengingum sem er nokkur fjölgun frá árinu 2003 þegar 40% heimila notuðu slíkar tengingar. Hefðbundin símamótöld er að finna á ríflega þriðjungi heimila en aðrar gerðir tenginga eru sjaldgæfar. Algengarar er að heimili á höfuðborgarsvæðinu noti háhraðatengingar en heimili á landsbyggðinni, 62% á móti 48%. Að sama skapi eru hefðbundin símamótöld algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Athylgi vekur að á þriðjungi heimila er farsími með Nettengingu. Samskipti og upplýsingaleitHagstofan kannaði einnig helsta tilgang Netnotkunar. Líkt og fyrri ár er Netið helst notað til samskipta og upplýsingaleitar. Níu af hverjum tíu nota Netið til að skiptast á tölvupósti, 87% leita upplýsinga um vörur og þjónustu, þrír af hverjum fjórum lesa vefútgáfur dagblaða og tímarita og tveir þriðju nota Netið til bankaviðskipta í heimabanka. Þá kemur í ljós að tæplega tveir af hverjum þremur nota Netið í ferðatengdum tilgangi og helmingur aðspurðra leita upplýsinga um heilsu og heilbrigðismál. Könnunin sýnir einnig að fleiri nota nú spjallrásir en í fyrra, 41% á móti 36%. Sama má segja um þá sem léku eða náðu í leiki, tónlist eða myndir af Netinu, en hlutfall þeirra fór einnig úr 36% í 41%. Könnunin leiðir í jós að tæplega 70% Netnotenda höfðu á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd hennar skoðað vefsíður opinberra stofnana í leit að upplýsingum, 36% nýttu sér Netið til að nálgast opinber eyðublöð og 25% fyllti slík eyðublöð út og sendi inn til viðkomandi stofnunar á Netinu. Þá hafði fimmtungur nýtt sér Netið til að leita að atvinnu eða senda inn atvinnuumsókn, fjórði hver hlutaði á útvarp eða horfði á sjónvarp á Netinu, 14% höfðu stundað fjarnám eða sótt endurmenntunarnámskeið á Netinu og 10% höfðu notað Netið fyrir símtöl eða fjarfundi. Ferðatengdar vörur vinsælastar í NetviðskiptumNýja könnunin sýnir að 30% íslenskra Netnotenda hafa pantað eða keypt vöru og þjónustu á Netinu sem er hærra hlutfall en árið 2003 þegar 25% höfðu reynslu af rafrænum viðskiptum. Algengast er að panta eða kaupa ferðatengdar vörur eða þjónustu, svo sem farmiða eða gistingu. 64% þeira sem höfðu nýtt sér rafræn viðskipti höfðu pantað eða keypt slíkt efni. Næstalgengasti vöruflokkurinn tengist bókum, tímaritum og fjarkennsluefni en þriðjungur hafði pantað slíkt efni á Netinu. 25% höfðu pantað tónlist eða kvikmyndir og 20% föt, skó eða íþróttavörur. Þá höfðu 18% pantað hugbúnað eða leiki fyrir tölvur og 8% höfðu pantað tölvuvélbúnað, prentara, raftæki eða myndvélar. Sjaldgæfast er að fólk panti mat eða hreinlætisvörur á Netinu, aðeins 2% höfðu gert slíkt. Loks má nefna að fjórir af hverjum fimm höfðu fengið ruslpóst og 27% höfðu fengið veiru í tölvuna. Helmingur hafði sett upp veiruvarnarforrit þrjá mánuði fyrir framkvæmd könnunarinnar og á sama tímabili höfðu 62% uppfært slík forrit og 64% höfðu notað lykilorð, leyninúmer eða rafræna undirskrift til að tryggja öryggi á Netinu. Þá höfðu rúmlega 25% sett upp eldvegg. Fréttir Tækni Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Netnotendum fjölgar ekki á Íslandi. Fækkar ekki heldur - og Íslendingar státa líkast til enn af heimsmeti í Netnotkun þrátt fyrir að hún standi í stað þriðja árið í röð. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum nota Netið. Þett akemur fram á vef Tæknivals, taeknival.isÁ hinum Norðurlöndunum er ívið minni Netnotkun, 77% í Danmörku, 75% í Noregi, 71% í Danmörku og 66% í Svíþjóð. En þótt Netnotendum fjölgi ekki eykst dagleg Netnotkun og fer úr 63% í 75%. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu nota Netið meira en landsbyggðarfólk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýbirtrar könnunar Hagstofu Íslands á notkun heimila og einstaklinga á tækjabúnaði og Netinu. Lítill kynjamunurEf litið er á niðurstöður könnunarinnar varðandi Netnotkun kemur í ljós að yngra fólk er eins og vænta mátti líklegra til að nota Netið en þeir sem eldri eru. Allt frá 89-97% einstaklinga yngri en 45 ára nota Netið, 80% á aldrinum 45-54 ára, 62% á aldrinum 55-64 ára, og hjá elstu kynslóðinni fellur þetta hlutfall niður í 33%. Könnunin leiðir í ljós að enginn merkjanlegur munur er á Netnotkun kynjanna nema hjá þeim sem eru eldri en 54 ára, þá höfðu 60% karla og 44% kvenna notað Netið á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd könnunarinnar. Enginn munur reyndist milli kynja þegar tíðni Netnotkunar var skoðuð en yngra fólkið notar Netið tíðar en þeir eldri. Á Norðurlöndum og í löndum Evrópusambandsins eykst Netnotkun samhliða aukinni skólagöngu einstaklinganna, minnst er notkunin meðal þeirra sem hafa minnstu skólagöngu að baki en mest hjá háskólamenntuðum. Könnun Hagstofunnar leiðir í ljós að minni munur er að þessu leyti á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Rúmlega helmingur heimila tengist Netinu með háhraðatengingum sem er nokkur fjölgun frá árinu 2003 þegar 40% heimila notuðu slíkar tengingar. Hefðbundin símamótöld er að finna á ríflega þriðjungi heimila en aðrar gerðir tenginga eru sjaldgæfar. Algengarar er að heimili á höfuðborgarsvæðinu noti háhraðatengingar en heimili á landsbyggðinni, 62% á móti 48%. Að sama skapi eru hefðbundin símamótöld algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Athylgi vekur að á þriðjungi heimila er farsími með Nettengingu. Samskipti og upplýsingaleitHagstofan kannaði einnig helsta tilgang Netnotkunar. Líkt og fyrri ár er Netið helst notað til samskipta og upplýsingaleitar. Níu af hverjum tíu nota Netið til að skiptast á tölvupósti, 87% leita upplýsinga um vörur og þjónustu, þrír af hverjum fjórum lesa vefútgáfur dagblaða og tímarita og tveir þriðju nota Netið til bankaviðskipta í heimabanka. Þá kemur í ljós að tæplega tveir af hverjum þremur nota Netið í ferðatengdum tilgangi og helmingur aðspurðra leita upplýsinga um heilsu og heilbrigðismál. Könnunin sýnir einnig að fleiri nota nú spjallrásir en í fyrra, 41% á móti 36%. Sama má segja um þá sem léku eða náðu í leiki, tónlist eða myndir af Netinu, en hlutfall þeirra fór einnig úr 36% í 41%. Könnunin leiðir í jós að tæplega 70% Netnotenda höfðu á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd hennar skoðað vefsíður opinberra stofnana í leit að upplýsingum, 36% nýttu sér Netið til að nálgast opinber eyðublöð og 25% fyllti slík eyðublöð út og sendi inn til viðkomandi stofnunar á Netinu. Þá hafði fimmtungur nýtt sér Netið til að leita að atvinnu eða senda inn atvinnuumsókn, fjórði hver hlutaði á útvarp eða horfði á sjónvarp á Netinu, 14% höfðu stundað fjarnám eða sótt endurmenntunarnámskeið á Netinu og 10% höfðu notað Netið fyrir símtöl eða fjarfundi. Ferðatengdar vörur vinsælastar í NetviðskiptumNýja könnunin sýnir að 30% íslenskra Netnotenda hafa pantað eða keypt vöru og þjónustu á Netinu sem er hærra hlutfall en árið 2003 þegar 25% höfðu reynslu af rafrænum viðskiptum. Algengast er að panta eða kaupa ferðatengdar vörur eða þjónustu, svo sem farmiða eða gistingu. 64% þeira sem höfðu nýtt sér rafræn viðskipti höfðu pantað eða keypt slíkt efni. Næstalgengasti vöruflokkurinn tengist bókum, tímaritum og fjarkennsluefni en þriðjungur hafði pantað slíkt efni á Netinu. 25% höfðu pantað tónlist eða kvikmyndir og 20% föt, skó eða íþróttavörur. Þá höfðu 18% pantað hugbúnað eða leiki fyrir tölvur og 8% höfðu pantað tölvuvélbúnað, prentara, raftæki eða myndvélar. Sjaldgæfast er að fólk panti mat eða hreinlætisvörur á Netinu, aðeins 2% höfðu gert slíkt. Loks má nefna að fjórir af hverjum fimm höfðu fengið ruslpóst og 27% höfðu fengið veiru í tölvuna. Helmingur hafði sett upp veiruvarnarforrit þrjá mánuði fyrir framkvæmd könnunarinnar og á sama tímabili höfðu 62% uppfært slík forrit og 64% höfðu notað lykilorð, leyninúmer eða rafræna undirskrift til að tryggja öryggi á Netinu. Þá höfðu rúmlega 25% sett upp eldvegg.
Fréttir Tækni Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira