Össur biðlar til Halldórs 4. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira