Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 20:01 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands og Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun kalla eftir fleiri aðgerðum vegna vímuefnavandans hér á landi. Vísir Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum. Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum.
Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira