Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 16:07 Bjarni Benediktsson er meðal annars starfandi matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn. Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira