Minni festa en víða erlendis 14. júlí 2004 00:01 "Ljóst er að verulegrar ónákvæmni hefur gætt undanfarin ár í þeim spám og forsendum sem fjárlög hafa byggst á. Áform um aukningu samneyslunnar hafa engan veginn staðist." Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs og yfirliti yfir rekstur ríkissjóðs á árunum 1999 til 2002. Þar er einnig bent á að umframkeyrsla ráðuneyta og stofnana hafi komið í veg fyrir að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu útgjalda hafi gengið eftir. Erlendis heyri það til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum en hér hafi 210 af 530 fjárlagaliðum reynst dýrari þegar upp var staðið en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Sérstaklega er fundið að því að fjármálaráðuneytinu hafi farist illa að spá fyrir um vöxt einkaneyslu og hagvaxtar auk þess sem samneysla hafi aukist mun meira en spáð var. Þannig segir í skýrslunni að samneysla hafi aukist fjórfalt meira en gert var ráð fyrir á árunum 1999 til 2002, einkaneysla hafi aukist nær þrefalt meira en spáð var og verg landsframleiðsla rúmlega þrefalt meira en sem nam spá ráðuneytisins. Bæta má áætlanagerðina Geir H. Haarde fjármálaráðherra telur hluta skýrslunnar óvandaðan og segir að í kaflanum um þjóðhagsstærðir séu bornar saman tölur sem séu ekki samanburðarhæfar. Þannig sé því haldið fram að verg landsframleiðsla hafi aukist rúmlega fjórfalt meira á síðasta ári en um þau 2,5 prósent sem fjármálaráðuneytið hafi spáð. "Þetta er óskiljanlegt. Það hefur enginn upplifað hér tíu prósenta hagvöxt í raun." Hann segir að sér virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til verðbólgu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fjármálaráðherra segir skýrsluna því um sumt villandi þó hún sé um margt ágæt. Hann viðurkennir þó að hægt sé að bæta áætlanagerðina. "Það má alltaf gera betur og það má alltaf bæta þetta," segir Geir. "Auðvitað er það þannig að enn er langt í land með að koma upp jafn mikilli festu í þetta og sums staðar annars staðar er. En að hluta til getur það nú verið kostur. Ég viðurkenni það fyrstur manna að það má betrumbæta þetta." Markmið og niðurstaða "Ég tel ekki óeðlilegt að bera saman fjárlög og útkomuna," svarar Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi þeirri gagnrýni fjármálaráðherra að borin séu saman fjárlög og útkoma en ekki endanlegar fjárheimildir að teknu tilliti til fjáraukalaga annars vegar og útkoman hins vegar. Framúrakstur ríkissjóðs er einn milljarður króna umfram fjárheimildir á fjárlögum og fjáraukalögum en Ríkisendurskoðun benti á að afkoma ríkissjóðs varð tæpum fjórtán milljörðum króna lakari en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. "Þetta eru tölur sem við höfum tekið upp úr annars vegar fjárlagafrumvarpinu og hins vegar hagtölum frá Hagstofu Íslands," segir Sigurður aðspurður um gagnrýni Geirs á hvaða tölur séu notaðar við samanburð á spám fjármálaráðuneytis og niðurstöðu ríkisreiknings. "Við erum aðallega að benda á hvort vandinn liggi meðal annars í því að menn séu ekki nógu forspáir í forsendunum." Fjárlagaferlið meingallað "Fjárlagaferlið er meingallað, eins og við höfum bent á undanfarin ár," segir Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaganefnd Alþingis. Hann telur skýrsluna styðja málflutning stjórnarandstöðu á undanförnum árum um að stjórnvöld hafi klikkað í að áætla hvort tveggja tekjur og útgjöld. Hann tekur sem dæmi afskriftir skatttekna sem hafi árum saman verið áætlaðar mun hærri en þær séu, það megi rekja til þess að skattstjórar áætli himinháar tekjur á þá sem telja ekki fram. Þetta sé tekið gott og gilt við fjárlagagerðina en skili sér aldrei nema að hluta í ríkissjóð. Einar Már segir mikið áhyggjuefni að spár um þjóðhagstölur gangi ekki eftir. "Á þessum spám er áætlanagerðin byggð. Til að fjárlögin geti verið traust og markverð verður grunnurinn að vera markverður. Ég held að þetta liggi ekki síst í því að grunnurinn sem fjárlögin byggja á er ekki réttur." Einar Már vill láta endurskoða grunninn sem fjárlagavinnan byggir á og núllstilla stofnanir sem hafi ekki fengið nægar fjárveitingar fyrir verkefni sín. Hann segir að fjárlaganefnd ætti að koma fyrr að fjárlagagerðinni og að stórauka ætti eftirlitshlutverk hennar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
"Ljóst er að verulegrar ónákvæmni hefur gætt undanfarin ár í þeim spám og forsendum sem fjárlög hafa byggst á. Áform um aukningu samneyslunnar hafa engan veginn staðist." Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs og yfirliti yfir rekstur ríkissjóðs á árunum 1999 til 2002. Þar er einnig bent á að umframkeyrsla ráðuneyta og stofnana hafi komið í veg fyrir að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu útgjalda hafi gengið eftir. Erlendis heyri það til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum en hér hafi 210 af 530 fjárlagaliðum reynst dýrari þegar upp var staðið en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Sérstaklega er fundið að því að fjármálaráðuneytinu hafi farist illa að spá fyrir um vöxt einkaneyslu og hagvaxtar auk þess sem samneysla hafi aukist mun meira en spáð var. Þannig segir í skýrslunni að samneysla hafi aukist fjórfalt meira en gert var ráð fyrir á árunum 1999 til 2002, einkaneysla hafi aukist nær þrefalt meira en spáð var og verg landsframleiðsla rúmlega þrefalt meira en sem nam spá ráðuneytisins. Bæta má áætlanagerðina Geir H. Haarde fjármálaráðherra telur hluta skýrslunnar óvandaðan og segir að í kaflanum um þjóðhagsstærðir séu bornar saman tölur sem séu ekki samanburðarhæfar. Þannig sé því haldið fram að verg landsframleiðsla hafi aukist rúmlega fjórfalt meira á síðasta ári en um þau 2,5 prósent sem fjármálaráðuneytið hafi spáð. "Þetta er óskiljanlegt. Það hefur enginn upplifað hér tíu prósenta hagvöxt í raun." Hann segir að sér virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til verðbólgu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fjármálaráðherra segir skýrsluna því um sumt villandi þó hún sé um margt ágæt. Hann viðurkennir þó að hægt sé að bæta áætlanagerðina. "Það má alltaf gera betur og það má alltaf bæta þetta," segir Geir. "Auðvitað er það þannig að enn er langt í land með að koma upp jafn mikilli festu í þetta og sums staðar annars staðar er. En að hluta til getur það nú verið kostur. Ég viðurkenni það fyrstur manna að það má betrumbæta þetta." Markmið og niðurstaða "Ég tel ekki óeðlilegt að bera saman fjárlög og útkomuna," svarar Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi þeirri gagnrýni fjármálaráðherra að borin séu saman fjárlög og útkoma en ekki endanlegar fjárheimildir að teknu tilliti til fjáraukalaga annars vegar og útkoman hins vegar. Framúrakstur ríkissjóðs er einn milljarður króna umfram fjárheimildir á fjárlögum og fjáraukalögum en Ríkisendurskoðun benti á að afkoma ríkissjóðs varð tæpum fjórtán milljörðum króna lakari en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. "Þetta eru tölur sem við höfum tekið upp úr annars vegar fjárlagafrumvarpinu og hins vegar hagtölum frá Hagstofu Íslands," segir Sigurður aðspurður um gagnrýni Geirs á hvaða tölur séu notaðar við samanburð á spám fjármálaráðuneytis og niðurstöðu ríkisreiknings. "Við erum aðallega að benda á hvort vandinn liggi meðal annars í því að menn séu ekki nógu forspáir í forsendunum." Fjárlagaferlið meingallað "Fjárlagaferlið er meingallað, eins og við höfum bent á undanfarin ár," segir Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaganefnd Alþingis. Hann telur skýrsluna styðja málflutning stjórnarandstöðu á undanförnum árum um að stjórnvöld hafi klikkað í að áætla hvort tveggja tekjur og útgjöld. Hann tekur sem dæmi afskriftir skatttekna sem hafi árum saman verið áætlaðar mun hærri en þær séu, það megi rekja til þess að skattstjórar áætli himinháar tekjur á þá sem telja ekki fram. Þetta sé tekið gott og gilt við fjárlagagerðina en skili sér aldrei nema að hluta í ríkissjóð. Einar Már segir mikið áhyggjuefni að spár um þjóðhagstölur gangi ekki eftir. "Á þessum spám er áætlanagerðin byggð. Til að fjárlögin geti verið traust og markverð verður grunnurinn að vera markverður. Ég held að þetta liggi ekki síst í því að grunnurinn sem fjárlögin byggja á er ekki réttur." Einar Már vill láta endurskoða grunninn sem fjárlagavinnan byggir á og núllstilla stofnanir sem hafi ekki fengið nægar fjárveitingar fyrir verkefni sín. Hann segir að fjárlaganefnd ætti að koma fyrr að fjárlagagerðinni og að stórauka ætti eftirlitshlutverk hennar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira