Málskotsréttur forsetans afnuminn? 21. júlí 2004 00:01 Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira