Málskotsréttur forsetans afnuminn? 21. júlí 2004 00:01 Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira