Brotna styttan verður sem ný 21. júlí 2004 00:01 Flestir kannast við að hafa beinlínis grátið úr sorg þegar uppáhaldsstyttan eða skálin fór í gólfið og mölbrotnaði. Titrandi úr gremju týnir fólk saman brotin og ef styttan er ekki því verr farin er límið sótt og hafist handa við að klastra styttunni saman. Árangurin er dæmdur til að mislukkast. Jón Vilhjálmsson, sem hefur sérhæft sig í að gera við styttur, segir að erfiðustu tilfellin séu þegar fólk kemur með illa límda styttu sem það vill láta gera við. "Þá þarf ég að byrja á því að brjóta allt upp og taka límið af, sem er miklu verra. Það tekur oft lengri tíma að hreinsa styttuna en gera við hana." Jón hefur verið í styttuviðgerðum í mörg ár en byrjaði smátt fyrir vini og kunningja. "Þetta hófst eiginlega með útskurðarnámskeiði og því að ég gerði við heljarmikla ljósakrónu sem var útskorin. Ég fór svo að dútla við stytturnar og smám saman vatt það upp á sig." En hversu illa brotnar mega stytturnar vera til að Jón geti gert þær eins og nýjar? "Ja, þessi sem ég er að gera við var til dæmis í 16 molum. Ég fylli í hana, mála og lakka og set glassúrinn yfir. Það er líka í lagi þó brot vanti því ég steypi bara ný. Ég held að ég geti nánast gert við allar styttur hversu illa sem þær eru brotnar," segir Jón og brosir. Jón hefur aðstöðu fyrir styttuviðgerðirnar í Klink og Bank í Brautarholti 4, þar sem hann dundar sér líka við að mála. Síminn hjá honum er 690 8069. Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Flestir kannast við að hafa beinlínis grátið úr sorg þegar uppáhaldsstyttan eða skálin fór í gólfið og mölbrotnaði. Titrandi úr gremju týnir fólk saman brotin og ef styttan er ekki því verr farin er límið sótt og hafist handa við að klastra styttunni saman. Árangurin er dæmdur til að mislukkast. Jón Vilhjálmsson, sem hefur sérhæft sig í að gera við styttur, segir að erfiðustu tilfellin séu þegar fólk kemur með illa límda styttu sem það vill láta gera við. "Þá þarf ég að byrja á því að brjóta allt upp og taka límið af, sem er miklu verra. Það tekur oft lengri tíma að hreinsa styttuna en gera við hana." Jón hefur verið í styttuviðgerðum í mörg ár en byrjaði smátt fyrir vini og kunningja. "Þetta hófst eiginlega með útskurðarnámskeiði og því að ég gerði við heljarmikla ljósakrónu sem var útskorin. Ég fór svo að dútla við stytturnar og smám saman vatt það upp á sig." En hversu illa brotnar mega stytturnar vera til að Jón geti gert þær eins og nýjar? "Ja, þessi sem ég er að gera við var til dæmis í 16 molum. Ég fylli í hana, mála og lakka og set glassúrinn yfir. Það er líka í lagi þó brot vanti því ég steypi bara ný. Ég held að ég geti nánast gert við allar styttur hversu illa sem þær eru brotnar," segir Jón og brosir. Jón hefur aðstöðu fyrir styttuviðgerðirnar í Klink og Bank í Brautarholti 4, þar sem hann dundar sér líka við að mála. Síminn hjá honum er 690 8069.
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira