Ísland og Evrópusamstarfið 27. júlí 2004 00:01 Evrópumálaráðherra Breta var í heimsókn hér á landi síðustu viku. Auk þess að hitta ráðamenn flutti hann erindi á opnum fundi í Norræna húsinu. Ég held það hafi frekar verið í auglýsingu um þennan fund en í fréttum af manninum að það var tekið fram að maðurinn væri ekki bara Evrópumálaráðherra heldur tryði hann einnig á Evrópusamstarfið, svona eins og það væri eitthvað alveg einstakt. Nú er það reyndar svo að um alla Evrópu er fullt af fólki sem trúir á Evrópusamstarfið og ég hugsa að það séu mun fleiri sem gera það en ekki. Enda er það orðið svo að 25 ríki eru í Evrópusambandinu og í þessum löndum búa nálægt fimm hundruð milljónir manna. Evrópusamstarfið hefur nú staðið í bráðum hálfa öld, þjóðunum sem í því eru til mikillar hagsældar. Það er því miklu fremur skringilegaheita sjónarmið að lasta Evrópusamstarfið en aðhyllast það. Reyndar held ég að þeir sem tala fyrir því að lönd segi sig úr Evrópusambandinu eins og vissulega þekkist, sérstaklega í löndum norðar í álfunni, geri það jafnvel til þess eins að skapa sér sérstöðu fremur en að þeir séu tilbúnir til að takast á við það sem það hefði í raun í för með sér, enda virðist af málflutningi að þeir sem þannig tala vilji fremur velja og hafna í samstarfinu en rústa því alveg. Auðvitað er það svo í Evrópusamstarfinu eins og í lífinu öllu að menn fá aldrei öllu sínu framgengt, eða ýmislegt gengur fram sem menn eru ekki sáttir við. Það er svo innanlands og það er líka svo í samstarfi við aðrar þjóðir. Hér áður fyrr fóru þjóðir Evrópu í stríð, nú vinna þær saman og semja um mál sín á milli, ríkari þjóðir borga í sjóði sem fátækari þjóðirnar njóta góðs af, hagtölur frá Írlandi, Spáni og Portúgal sýna árangurinn af því samstarfi, ekki eru margir sem bölsótast upphátt út í þann árangur. Menn tala frekar um vitlausar reglur sem þeir sjá ekki alveg tilganginn með, svona eins og staðla um agúrkur, en einhver mun einhvern tímann hafa fundið út að fleiri gúrkur rúmuðust í kassa ef þær væru beinar fremur en bognar og nú eiga gúrkur sem sagt að vera beinar. Ég get vel fallist á að menn eiga fremur að eyða tíma sínum í alþjóðasamstarfi í mikilvægari hluti jafnvel þó bein gúrka fari ekki bara betur í kassa heldur líka í ísskáp. Evrópumálaráðherrann breski nefndi sérstaklega landbúnaðarstefnuna sem Bretar vilja breyta, hann sagði að sér þætti vænt um kýr en ekki svo að borga tvær evrur (tæpar 180 krónur) á dag með hverri. Í grein á Deiglunni.com var í síðustu viku vísað til greinar í The Economist þar sem styrkir til landbúnaðar í hinum ýmsu löndum eru bornir saman. Þar kemur fram að í Evrópusambandinu nema styrkir 35 % af landbúnaðarframleiðslunni, Deigluhöfundurinn bætti við íslenskum upplýsingum eða því að hér á landi eru opinberir styrkir 65 % af landbúnaðarframleiðslunni. Síðan spyr hann: Er eitthvað vit í þessu? Ég tek sannarlega undir með honum. Ég minnist þess að áður fyrr var talsvert talað um hina vitlausu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hér á landi. Það heyrist hins vegar ekki mikið nú orðið, ástæðan er líklegast sú að menn áttuðu sig á því að okkar stefna er enn vitlausari. Ég man líka þegar ég reiknaði þetta sjálf út fyrir allmörgum árum og fór þrisvar í gegnum dæmið vegna þess að ég trúði ekki eigin augum. Kannski er það þannig með margt annað í Evrópusamstarfinu að menn vita ekki eða vilja ekki vita staðreyndir máls. Svo las ég í Mogga að við skyldum varast útlendinga sem koma til landsins og segjast mundu fagna því að Ísland væri í Evrópusambandinu og styðja við slíkt. Mogginn segir að eitthvað illt búi undir slíkum yfirlýsingum, þetta minnti mig helst á þegar mamma sagði mér að ég ætti ekki að þiggja far hjá ókunnum mönnum. Kannski gæti það verið svo að útlendingar skilji ekki almennilega vilja Íslendinga til að innleiða hér á landi 80% af löggjöfinni sem samþykkt er í Evrópusambandinu án þess að hafa nokkuð um það að segja, án þess að vera einu sinni á fundunum þegar þessar reglur eru ákveðnar. Kannski eiga útlendingar við að þeir mundu styðja það að Íslendingar nái samningum um sjávarútveginn sem við getum unað við, en ef svo væri þá væri líka búið að slá beittasta vopnið úr höndum eyjaskeggja sem vilja vera einir á báti, nefnilega að þeir sem kjósa Evrópusamvinnuna vilji gefa útlendingum auðlindina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Evrópumálaráðherra Breta var í heimsókn hér á landi síðustu viku. Auk þess að hitta ráðamenn flutti hann erindi á opnum fundi í Norræna húsinu. Ég held það hafi frekar verið í auglýsingu um þennan fund en í fréttum af manninum að það var tekið fram að maðurinn væri ekki bara Evrópumálaráðherra heldur tryði hann einnig á Evrópusamstarfið, svona eins og það væri eitthvað alveg einstakt. Nú er það reyndar svo að um alla Evrópu er fullt af fólki sem trúir á Evrópusamstarfið og ég hugsa að það séu mun fleiri sem gera það en ekki. Enda er það orðið svo að 25 ríki eru í Evrópusambandinu og í þessum löndum búa nálægt fimm hundruð milljónir manna. Evrópusamstarfið hefur nú staðið í bráðum hálfa öld, þjóðunum sem í því eru til mikillar hagsældar. Það er því miklu fremur skringilegaheita sjónarmið að lasta Evrópusamstarfið en aðhyllast það. Reyndar held ég að þeir sem tala fyrir því að lönd segi sig úr Evrópusambandinu eins og vissulega þekkist, sérstaklega í löndum norðar í álfunni, geri það jafnvel til þess eins að skapa sér sérstöðu fremur en að þeir séu tilbúnir til að takast á við það sem það hefði í raun í för með sér, enda virðist af málflutningi að þeir sem þannig tala vilji fremur velja og hafna í samstarfinu en rústa því alveg. Auðvitað er það svo í Evrópusamstarfinu eins og í lífinu öllu að menn fá aldrei öllu sínu framgengt, eða ýmislegt gengur fram sem menn eru ekki sáttir við. Það er svo innanlands og það er líka svo í samstarfi við aðrar þjóðir. Hér áður fyrr fóru þjóðir Evrópu í stríð, nú vinna þær saman og semja um mál sín á milli, ríkari þjóðir borga í sjóði sem fátækari þjóðirnar njóta góðs af, hagtölur frá Írlandi, Spáni og Portúgal sýna árangurinn af því samstarfi, ekki eru margir sem bölsótast upphátt út í þann árangur. Menn tala frekar um vitlausar reglur sem þeir sjá ekki alveg tilganginn með, svona eins og staðla um agúrkur, en einhver mun einhvern tímann hafa fundið út að fleiri gúrkur rúmuðust í kassa ef þær væru beinar fremur en bognar og nú eiga gúrkur sem sagt að vera beinar. Ég get vel fallist á að menn eiga fremur að eyða tíma sínum í alþjóðasamstarfi í mikilvægari hluti jafnvel þó bein gúrka fari ekki bara betur í kassa heldur líka í ísskáp. Evrópumálaráðherrann breski nefndi sérstaklega landbúnaðarstefnuna sem Bretar vilja breyta, hann sagði að sér þætti vænt um kýr en ekki svo að borga tvær evrur (tæpar 180 krónur) á dag með hverri. Í grein á Deiglunni.com var í síðustu viku vísað til greinar í The Economist þar sem styrkir til landbúnaðar í hinum ýmsu löndum eru bornir saman. Þar kemur fram að í Evrópusambandinu nema styrkir 35 % af landbúnaðarframleiðslunni, Deigluhöfundurinn bætti við íslenskum upplýsingum eða því að hér á landi eru opinberir styrkir 65 % af landbúnaðarframleiðslunni. Síðan spyr hann: Er eitthvað vit í þessu? Ég tek sannarlega undir með honum. Ég minnist þess að áður fyrr var talsvert talað um hina vitlausu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hér á landi. Það heyrist hins vegar ekki mikið nú orðið, ástæðan er líklegast sú að menn áttuðu sig á því að okkar stefna er enn vitlausari. Ég man líka þegar ég reiknaði þetta sjálf út fyrir allmörgum árum og fór þrisvar í gegnum dæmið vegna þess að ég trúði ekki eigin augum. Kannski er það þannig með margt annað í Evrópusamstarfinu að menn vita ekki eða vilja ekki vita staðreyndir máls. Svo las ég í Mogga að við skyldum varast útlendinga sem koma til landsins og segjast mundu fagna því að Ísland væri í Evrópusambandinu og styðja við slíkt. Mogginn segir að eitthvað illt búi undir slíkum yfirlýsingum, þetta minnti mig helst á þegar mamma sagði mér að ég ætti ekki að þiggja far hjá ókunnum mönnum. Kannski gæti það verið svo að útlendingar skilji ekki almennilega vilja Íslendinga til að innleiða hér á landi 80% af löggjöfinni sem samþykkt er í Evrópusambandinu án þess að hafa nokkuð um það að segja, án þess að vera einu sinni á fundunum þegar þessar reglur eru ákveðnar. Kannski eiga útlendingar við að þeir mundu styðja það að Íslendingar nái samningum um sjávarútveginn sem við getum unað við, en ef svo væri þá væri líka búið að slá beittasta vopnið úr höndum eyjaskeggja sem vilja vera einir á báti, nefnilega að þeir sem kjósa Evrópusamvinnuna vilji gefa útlendingum auðlindina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun