Innlent

Helmingur fjarverandi embættistöku

Helmingur ríkisstjórnarinnar og meira en helmingur þingmanna ríkisstjórnarflokkanna verður fjarverandi við embættistöku forseta Íslands á sunnudaginn, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytunum. Sex ráðherrar verða fjarverandi, Davíð Oddsson forsætisráðherra vegna veikinda, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Tólf af 21 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins verða fjarverandi, það er meira en helmingur. Sex af tólf þingmönnum Framsóknarflokksins hafa sömuleiðis boðað forföll. Fjórir þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa tilkynnt að þeir mæti ekki, það er einn frá Frjálslynda flokknum, tveir frá Samfylkingu og einn frá Vinstri-grænum. Af þeim 22 þingmönnum sem ekki geta mætt í embættistöku eru því átján úr ríkisstjórnarflokkunum, eða rúm 80 prósent þeirra sem ekki mæta. Þingmenn sem verða fjarverandi: Sjálfstæðisflokkur: Árni R. Árnason Birgir Ármannsson Björn Bjarnason Davíð Oddsson Einar Oddur Kristjánsson Geir H. Haarde Guðlaugur Þór Þórðarson Gunnar Birgisson Guðjón Hjörleifsson Pétur H. Blöndal Sigurður Kári Kristjánsson Þorgerður K. Gunnarsdóttir   Framsóknarflokkur: Árni Magnússon Birkir J. Jónsson Dagný Jónsdóttir Hjálmar Árnason Magnús Stefánsson Siv Friðleifsdóttir Frjálslyndir: Gunnar Örlygsson Samfylking: Helgi Hjörvar Rannveig Guðmundsdóttir Vinstri-grænir: Ögmundur Jónasson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×