Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum. þar segir að lögreglan hafi í samráði við Umhverfisstofnun kallað út þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þar að auki er björgunarbáturinn Kobbi Láka frá Bolungarvík notaður til að fara á staðinn með tvo lögreglumenn frá Ísafirði.
„Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu.
Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar,“ segir í tilkynningunni.