Innlent

Hlutur kvenna efldur

Stjórn ungra Framsóknarmanna ályktaði á fundi sínum í gær að brýnt sé að efla hlut kvenna í forystusveit flokksins. Nú sé svo komið að erfitt sé að fá konur til að taka að sér störf innan ungliðahreyfingarinnar og endurnýjun kvenna þar hafi því verið hægari en æskilegt væri, og hið sama eigi við annars staðar í flokknum. Ekkert er vikið að því í ályktuninni að fyrir dyrum standi að fækka um einn ráðherra flokksins en einkum hefur verið rætt um að kona stígi úr ráðherrastóli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×