Sundrung sjálfstæðismanna 11. ágúst 2004 00:01 "Ég túlka þetta sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi," segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, en borgarráð Reykjavíkur féllst ekki á að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn frá Vatnsendakrikum á borgarráðsfundi á þriðjudag. Borgarráð álítur að svæðið tilheyri Reykjavík. "Við erum að bora fyrir vatnsveitu í Vatnsendakrika sem er í lögsögu Kópavogs og þurfum að leggja vatnið um tvo kílómetra yfir land borgarinnar og þeir hafna því," segir Gunnar. Hann segir Reykjavík þurfa að fara yfir lögsögu Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunnar og því finnst honum höfnunin koma spánskt fyrir sjónir. Hann trúi öllu upp á R-listann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Þá segir hann koma á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem var aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins, skuli greiða gegn vatnslögninni. "Ég held að verið sé að stuðla að sundrungu Sjálfstæðisflokksins. Við munum fara með þetta fyrir dómstóla. Landslögin segja að hver sem er hafi heimild til að leggja vatnslögn yfir land annarra," segir Gunnar. Því segist hann ekki skilja að borgarráð skuli gera slíkt þar sem það muni einungis kosta tafir í nokkra mánuði á meðan málið fer fyrir dómstóla. "Þó að það sé gott veður og framtíðin blasi við Kópavogi þá blasir hún ekki við Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík." Nýlega seldu eigendur Vatnsenda Kópavogsbæ nýtingarrétt á hinu umdeilda landi og kemur beiðnin um vatnslögn í framhaldi af þeim kaupum. Borgarráð segir langvarandi óvissu um landa- og lögsögumörk valda þessari ákvörðun. Standa vonir til að með úrskurði óbyggðanefndar skýrist staðan en nefndin hefur til skoðunar lögsögumörk bæjarfélaganna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
"Ég túlka þetta sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi," segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, en borgarráð Reykjavíkur féllst ekki á að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn frá Vatnsendakrikum á borgarráðsfundi á þriðjudag. Borgarráð álítur að svæðið tilheyri Reykjavík. "Við erum að bora fyrir vatnsveitu í Vatnsendakrika sem er í lögsögu Kópavogs og þurfum að leggja vatnið um tvo kílómetra yfir land borgarinnar og þeir hafna því," segir Gunnar. Hann segir Reykjavík þurfa að fara yfir lögsögu Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunnar og því finnst honum höfnunin koma spánskt fyrir sjónir. Hann trúi öllu upp á R-listann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Þá segir hann koma á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem var aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins, skuli greiða gegn vatnslögninni. "Ég held að verið sé að stuðla að sundrungu Sjálfstæðisflokksins. Við munum fara með þetta fyrir dómstóla. Landslögin segja að hver sem er hafi heimild til að leggja vatnslögn yfir land annarra," segir Gunnar. Því segist hann ekki skilja að borgarráð skuli gera slíkt þar sem það muni einungis kosta tafir í nokkra mánuði á meðan málið fer fyrir dómstóla. "Þó að það sé gott veður og framtíðin blasi við Kópavogi þá blasir hún ekki við Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík." Nýlega seldu eigendur Vatnsenda Kópavogsbæ nýtingarrétt á hinu umdeilda landi og kemur beiðnin um vatnslögn í framhaldi af þeim kaupum. Borgarráð segir langvarandi óvissu um landa- og lögsögumörk valda þessari ákvörðun. Standa vonir til að með úrskurði óbyggðanefndar skýrist staðan en nefndin hefur til skoðunar lögsögumörk bæjarfélaganna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira