Aftur í hálfa gátt hjá Halldóri 10. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira