Innlent

Samstarf um farsímasjónvarp

MYND/Vísir
Stærstu farsímafyrirtæki heims hafa tekið höndum saman um þróun farsímasjónvarps. Fulltrúar Nokia í Finnlandi greindu nýlega frá því að Motorola, NEC, Siemens og Sony Ericsson hefðu sett á laggirnar bandalag, Open Mobile Alliance, til að þróa sjónvarpsþjónustu fyrir farsíma og aðra farandgripi. Dæmi um slíka þjónustu væri að fá sjónvarpsefni í farsímann en slík þjónustu hefur þegar verið kynnt í Japan. Reiknað er með, samkvæmt frétt AFX fréttastofunnar, að farsímasjónvarp í Evrópu verði að veruleika í lok næsta árs. Heimild: taeknival.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×