Eins og að hitta gamlan vin 15. september 2004 00:01 "Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri. Tækni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
"Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri.
Tækni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira