Segir starfsemina hættulega 20. september 2004 00:01 Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu. Heilsa Innlent Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu.
Heilsa Innlent Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira