Danskir ráðamenn réttmætt skotmark 27. september 2004 00:01 Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira