Jón ekki einn um pólitík 29. september 2004 00:01 Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004. Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira