Brauðgerðarborð frá Frakklandi 29. september 2004 00:01 Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim. Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim.
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira