Skálað í skjóli menningar 5. október 2004 00:01 "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag. Heilsa Innlent Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag.
Heilsa Innlent Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira