Skálað í skjóli menningar 5. október 2004 00:01 "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag. Heilsa Innlent Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
"Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni," segir Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um breytta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drekka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stórlega á undanförnum árum en sterkir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. "Menn hafa sett hófsemdarmörk á drykkju," segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemdarmörk séu ekki sama og ráðlagður dagskammtur. "Hófsemdarmörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig." Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. "Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru tveir áfengisskammtar á dag. Og fyrir algjörlega heilbrigða konu á sama aldri eru mörkin einn skammtur," segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn einfaldur sterkur drykkur eða eitt léttvínsglas. Drekki fólk meira en hófsemdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. "Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu." Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson, áfengisráðgjafi, segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. "Hvað gerir fólk þá um helgar?" spyr hann. "Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða einhverju þaðan af meiru." Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og segir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. "Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega," segir Jón sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. "Mér finnst víndrykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil." Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi landsmanna vegna hennar. "Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstaklingsins með allri læknisþjónustunni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leiðinni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitthvað gengur illa." Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferðarmálum, t.d. að menn séu í meðferð út af of miklu sulli. "Auðvitað eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju." 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag.
Heilsa Innlent Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira