Ný fjölmiðlanefnd skipuð 8. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira