Hækkun jafnmikil og parísarveislan 8. október 2004 00:01 Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira