Reykingavarnir góðar á Íslandi 10. október 2004 00:01 Íslendingar fá hrós fyrir baráttu gegn reykingum í nýrri evrópskri rannsókn og standa sig betur en nokkuð annað Evrópuríki. Á þriðjudaginn kemur verða birtar niðurstöður rannsókna á reykingum í Evrópusambandsríkjunum og löndunum á evrópska efnahagssvæðinu. Þar er meðal annars kannað hvort, og þá hvernig, ríki fara eftir meðmælum Alþjóðabankans hvað reykingavarnir varðar. Íslendingar hafa fylgt meðmælunum nákvæmar en nokkur annar og þykja standa sig mjög vel í baráttunni gegn reykingum. Rannsóknir Alþjóðabankans benda meðal annars til þess að sé verð á sígarettum hækkað um tíu prósent minnki reykingar um fjögur prósent. Meðal þess sem kannað var var hvernig sköttum er beitt til að berjast gegn reykingum, hvernig reglum um reyklaus svæði á vinnustöðum væri háttað, hvort að barir og veitingastaðir væru reyklausir, hvernig herferðir gegn reykingum færu fram og hvort að áberandi viðvaranir væru á sígarettupökkum. Íslendingar þykja standa sig vel hvað flest þessarra skilyrða varðar, þó að hér hafi ekki verið tekið jafn hart á reykingum á veitingastöðum og börum og til að mynda á Írlandi. Innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er hins vegar rætt um að fylgja fordæmi Íra og banna reykingar á opinberum stöðum alls staðar í álfunni. Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur að dauða fimm milljóna manna megi rekja til reykinga á ári hverju. Heilsa Innlent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslendingar fá hrós fyrir baráttu gegn reykingum í nýrri evrópskri rannsókn og standa sig betur en nokkuð annað Evrópuríki. Á þriðjudaginn kemur verða birtar niðurstöður rannsókna á reykingum í Evrópusambandsríkjunum og löndunum á evrópska efnahagssvæðinu. Þar er meðal annars kannað hvort, og þá hvernig, ríki fara eftir meðmælum Alþjóðabankans hvað reykingavarnir varðar. Íslendingar hafa fylgt meðmælunum nákvæmar en nokkur annar og þykja standa sig mjög vel í baráttunni gegn reykingum. Rannsóknir Alþjóðabankans benda meðal annars til þess að sé verð á sígarettum hækkað um tíu prósent minnki reykingar um fjögur prósent. Meðal þess sem kannað var var hvernig sköttum er beitt til að berjast gegn reykingum, hvernig reglum um reyklaus svæði á vinnustöðum væri háttað, hvort að barir og veitingastaðir væru reyklausir, hvernig herferðir gegn reykingum færu fram og hvort að áberandi viðvaranir væru á sígarettupökkum. Íslendingar þykja standa sig vel hvað flest þessarra skilyrða varðar, þó að hér hafi ekki verið tekið jafn hart á reykingum á veitingastöðum og börum og til að mynda á Írlandi. Innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er hins vegar rætt um að fylgja fordæmi Íra og banna reykingar á opinberum stöðum alls staðar í álfunni. Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur að dauða fimm milljóna manna megi rekja til reykinga á ári hverju.
Heilsa Innlent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira