Hissa á fjárfestingum Símans 14. október 2004 00:01 Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira