Innlent

Fastir á hálendinu

Bandarískir ferðamenn sem ferðuðust um Jökuldali á jeppa sátu fastir í bílnum í nokkuð langan tíma í fyrradag. Einn ferðalanganna gekk í nokkra klukkutíma inn í Landmannalaugar þar sem hann komst í talstöð og náði að kalla á hjálp. Björgunarsveitin Dagrenning frá Hvolsvelli fór til hjálpar og náðu í manninn inn í Landmannalaugar og héldu áfram inn í Jökuldali en ekki vildi betur til en svo að björgunarsveitarbíllinn bilaði. Björgunarsveitin Stjarnan kom þá til hjálpar úr Skaftártungum. Fólkið var komið til byggða undir morgun í gær. Þetta er í þriðja skipti á stuttum tíma sem hefur þurft að hjálpa ferðalöngum á þessu svæði. Lögreglan á Hvolsvelli vill brýna fyrir fólki að fara ekki á einum bíl upp á hálendið á þessum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×