Föstudagsbleikjur með pestó 28. október 2004 00:01 Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati. Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið
Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati.
Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið