Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir að mat úr öllum áttum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­mót­stæði­leg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar

Þó svo að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri og því kjörið að kveikja á grillinu og bjóða góðum gestum í mat. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deildi uppskrift að ljúffengum ítalskum steikarsamlokum sem gætu auðveldlega ratað á matseðil ítalsks veitingahúss.

Lífið
Fréttamynd

Dúnmjúkir pizzasnúningar

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og Gersemar, deildi nýverið gómsætri uppskrift að pizzasnúningum sem er tilvalið að baka og frysta til að eiga í nesti fyrir krakkana í vetur. Þeir eru dúnmjúkir, bragðgóðir og hverfa jafn fljótt og þeir koma úr ofninum.

Lífið
Fréttamynd

Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén

Matgæðingurinn Adam Karl Helgason deildi nýverið uppskrift að einföldu en bragðgóðu rækjutakkói sem hann segir að hafi reynst lykillinn að ástarsambandi hans og raunveruleikastjörnunnar Ástrósar Traustadóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Sumarleg og saðsöm salöt

Þrátt fyrir að sólin sé ekki mikið fyrir það að láta sjá sig þessa dagana er sumar í lofti og gróðurinn sjaldan verið grænni. Þá er upplagt að bjóða í sumarlegt matarboð en heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir deilir hér girnilegum salat uppskriftum þar sem hollustan er í fyrirrúmi. 

Lífið
Fréttamynd

Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar

„Mitt helsta heilsuráð er að gefa sér rými til þess að vera eins mikið í náttúrunni og mögulegt er til þess að lágmarka streitu og auka lífsgleði,“ segir jógakennarinn og heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir sem stefnir á að eiga heilsteypt sumar. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Sí­gild sumarterta að hætti Dana

Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag.

Lífið
Fréttamynd

Páskaleg og fersk marengsbomba

Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu.

Lífið
Fréttamynd

Kransa­kaka Jóa Fel án kökuforms

Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­lætis lasagna fjöl­skyldunnar

Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar.

Lífið
Fréttamynd

Öðru­vísi pítsur sem kitla bragð­laukana

Pítsakvöld á föstudegi er fullkomin leið til að slaka á eftir annasama viku og njóta góðrar máltíðar með fjölskyldu og vinum. Hvort sem þú ert í stuði fyrir pítsu með trufflum og parmesan, suðræna og sæta, eða sterka sem rífur aðeins í, þá eru þessar þrjár uppskriftir hér að neðan eitthvað fyrir þig.

Lífið
Fréttamynd

Ómót­stæði­legir pistasíu­molar undir á­hrifum frá Dúbaí

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Lífið
Fréttamynd

Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykur­hjúp

Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa herlegheitin og deilir hér girnilegri uppskrift að girnilegum vatnsdeigbollum með Créme brulée- fyllingu og stökkum sykurhjúp.

Lífið
Fréttamynd

Gerir mánudagsfiskinn skemmti­legri

Heilsukokkurinn Jana fer frumlegar og fjölbreyttar leiðir í eldhúsinu og töfrar fram ýmsa skemmtilega rétti. Mánudagsfiskurinn er eflaust fastur liður á mörgum heimilum og hér má finna skemmtilega útfærslu á honum frá Jönu.

Matur
Fréttamynd

Upp­skrift að umræddasta súkku­laði landsins

Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur.

Lífið
Fréttamynd

Kryddbrauðið sem kom við­ræðunum af stað

Oddvitar borgarstjórnarflokkanna fimm sem eru í meirihlutaviðræðum hafa verið kallaðir kryddpíurnar eftir að þær borðuð kryddbrauð heima hjá oddvita Samfylkingarinnar í gær. Hér má sjá uppskrift að kryddbrauðinu umtalaða.

Matur
Fréttamynd

Ó­dýr kvöld­matur að hætti Lindu Ben

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir útbjó ódýran og ljúffengan kvöldverð sem ætti að hitta í mark hjá flestum aldurshópum. Hvernig hljómar klassíkur grjónagrautur og litríkt túnfisksalat á köldum vetrardegi? Uppskriftina deildi hún með fylgjendum sínum á Instagram og á vefsíðunni Lindaben.is

Lífið
Fréttamynd

Vegan próteinbomba að hætti Kol­beins Arnbjörnssonar

Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim.

Uppskriftir
Fréttamynd

Fjöl­breyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár

Janúar er mánuður markmiða hjá ótal mörgum og líkamsræktarstöðvar yfirfyllast á fyrstu dögum ársins. Þó getur reynst þrautinni þyngri að viðhalda markmiðum eða ásetningi fyrir árið. Sömuleiðis hentar markmiðasetning ekki öllum en Lífið á Vísi ræddi við nokkra einstaklinga um það hvernig þeim finnst best að byrja árið.

Lífið