Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2025 09:31 Linda segir að það sé tilvalið að gera tvöfalda uppskrift og setja helminginn í frysti. Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að dúnmjúkum og bragðgóðum skinkuhornum. Þetta er uppskrift sem þú munt vilja gera aftur og aftur – því fyllingin er einfaldlega ómótstæðileg! Linda segir að það sé tilvalið að gera tvöfalda uppskrift og setja helminginn í frysti. Þá er hægt að taka nokkur horn út þegar þarf að eiga í nesti, með kaffinu eða við önnur tilefn. Deigið sjálft er það sama og í frægu kanilsnúðunum hennar, sem eru þekktir fyrir að vera einstaklega mjúkir og ljúffengir. Ljúffeng skinkuhorn Hráefni: 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk 12 g þurrger ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 egg 500 g hveiti 1 tsk salt Skinkufylling: 300 g smurostur með papriku 300 g skinka úr lærvöðva - silkiskorin - 95% kjöt 100 g rifinn ostur Toppur: 100 g rifinn ostur 1 egg Aðferð: Deigið: Setjið volgt vatn, volga mjólk, þurrger og sykur í frekar stóra skál og hrærið saman. Leyfið blöndunni að standa í um 2–3 mínútur þar til gerið byrjar að virkjast. Bætið smjöri, eggi, hveiti og salti út í skálina og hrærið þar til deigið verður nokkuð þétt en enn aðeins klístrað. Leggið hreint viskastykki yfir skálina og látið hefast við stofuhita í um það bil 1 klukkustund (eða setjið skálina inn í ofn stilltan á 30°C). Fyllingin: Setjið smurost í skál. Skerið skinkuna í litla bita og hrærið saman við smurostinn. Undirbúningur: Kveikið á ofninum og stillið á 200°C (undir- og yfirhiti). Skiptið deiginu í fjóra jafna hluta. Fletjið hvern hluta út í hring og skerið hann í 8 jafna þríhyrninga – eins og pizzu. (Pizzahnífur hentar vel í þetta.) Skiptið fyllingunni í fjóra jafna hluta. Dreifið einum hluta af fyllingunni á þríhyrningana, setjið fyllinguna á breiðasta endann. Stráið smá rifnum osti yfir og rúllið hverjum þríhyrningi upp frá breiðari endanum. Endurtakið með restina af deiginu. Raðið hornunum á ofnplötu klædda smjörpappír. Þeytið eitt egg og penslið yfir hornin. Dreifið síðan rifnum osti yfir. Bakið í um 10 mínútur, eða þar til hornin hafa fengið fallegan gylltan lit. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni
Linda segir að það sé tilvalið að gera tvöfalda uppskrift og setja helminginn í frysti. Þá er hægt að taka nokkur horn út þegar þarf að eiga í nesti, með kaffinu eða við önnur tilefn. Deigið sjálft er það sama og í frægu kanilsnúðunum hennar, sem eru þekktir fyrir að vera einstaklega mjúkir og ljúffengir. Ljúffeng skinkuhorn Hráefni: 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk 12 g þurrger ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 egg 500 g hveiti 1 tsk salt Skinkufylling: 300 g smurostur með papriku 300 g skinka úr lærvöðva - silkiskorin - 95% kjöt 100 g rifinn ostur Toppur: 100 g rifinn ostur 1 egg Aðferð: Deigið: Setjið volgt vatn, volga mjólk, þurrger og sykur í frekar stóra skál og hrærið saman. Leyfið blöndunni að standa í um 2–3 mínútur þar til gerið byrjar að virkjast. Bætið smjöri, eggi, hveiti og salti út í skálina og hrærið þar til deigið verður nokkuð þétt en enn aðeins klístrað. Leggið hreint viskastykki yfir skálina og látið hefast við stofuhita í um það bil 1 klukkustund (eða setjið skálina inn í ofn stilltan á 30°C). Fyllingin: Setjið smurost í skál. Skerið skinkuna í litla bita og hrærið saman við smurostinn. Undirbúningur: Kveikið á ofninum og stillið á 200°C (undir- og yfirhiti). Skiptið deiginu í fjóra jafna hluta. Fletjið hvern hluta út í hring og skerið hann í 8 jafna þríhyrninga – eins og pizzu. (Pizzahnífur hentar vel í þetta.) Skiptið fyllingunni í fjóra jafna hluta. Dreifið einum hluta af fyllingunni á þríhyrningana, setjið fyllinguna á breiðasta endann. Stráið smá rifnum osti yfir og rúllið hverjum þríhyrningi upp frá breiðari endanum. Endurtakið með restina af deiginu. Raðið hornunum á ofnplötu klædda smjörpappír. Þeytið eitt egg og penslið yfir hornin. Dreifið síðan rifnum osti yfir. Bakið í um 10 mínútur, eða þar til hornin hafa fengið fallegan gylltan lit. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni