Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. október 2025 17:02 Snorri kampakátur með smjörsteikta bleikjuna og allt gúmmelaðið á pönnunni. Snorri Helgason sýnir hvernig á að elda dýrindis smjörsteikta bleikju með ýmiss konar gúmmelaði á einni pönnu. Bleikjuna parar hann við smjörkennda hvítvínið Tessier Mersault frá 2022 og tónlist kántrísöngvarans Townes van Zandt. Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur haldið úti matarsíðunni Snossgæti á Instagram undanfarin ár þar sem hann sýnir frá ýmsu hnossgæti sem hann galdrar fram í eldhúsinu. Snorri er hins vegar byrjaður að færa sig upp á skaftið í ár og verður með átta þætti í vetur þar sem hann sýnir girnilega rétti með bæði vín- og vínylpörun. Hráefni: 400 gr. bleikjuflök. 200 gr. smjör Ein lúka möndluflögur ristaðar Hunang Smá klettasalat Þrír sólþurrkaðir tómatar Sex kirsuberjatómatar Skalottlaukur Hálf sítróna Litlar kartöflur soðnar Aðferð „Ég byrja á að þerra roðið alveg, salta og pipra það og leggja það svo á kalda pönnu roðhliðin niður og salta og pipra hina hliðina á fiskunum lítillega,“ segir Snorri. Því næst ristar maður möndluflögur á annarri pönnu, sker niður eina skallottu og þrjá til fjóra sólþurrkaða tónmata, sýður kartöflur, skolar klettasalatið og sker kalt smjörið niður í teninga. „Kveikja undir pönnunni alveg á blasti. Fylgjast með þegar að fiskurinn verður orðinn næstum fölbleikur í gegn og henda þá tómmötunum og skallotunni út á,“ segir Snorri. Þá kemur að lykilatriðinu: smjörteningunum. „Nota skeið til að skvetta smjöri yfir fiskinn svo hann eldist alveg. Smá skvetta af hunangi út í bráðið smjörið. Þegar smjörið er alveg að fara að byrja að brenna kreistið hálfa sítrónu yfir allt, slökkvið undir, stetjið klettasalatið, möndlurnar og kartöflurnar út á pönnuna og hristið hana aðeins til til að allt blandist. Berið fram á pönnunni,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Snorri Helgason (@snossgaeti) Chardonnay og kliðmjúkt kántrí Snorri parar bleikjuna síðan við Chardonnay hvítvínið Tessier Mersault 2022 en vínum frá Mersault er einmitt stundum lýst sem smjörkenndum. Loks parar hann réttinn einnig við vínylplötuna The Late Great Townes Van Zandt með „alkohólíseraða Texasbúanum“ Townes Van Zandt svo maturinn og vínið renni enn ljúfar niður. Matur Bleikja Uppskriftir Tónlist Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur haldið úti matarsíðunni Snossgæti á Instagram undanfarin ár þar sem hann sýnir frá ýmsu hnossgæti sem hann galdrar fram í eldhúsinu. Snorri er hins vegar byrjaður að færa sig upp á skaftið í ár og verður með átta þætti í vetur þar sem hann sýnir girnilega rétti með bæði vín- og vínylpörun. Hráefni: 400 gr. bleikjuflök. 200 gr. smjör Ein lúka möndluflögur ristaðar Hunang Smá klettasalat Þrír sólþurrkaðir tómatar Sex kirsuberjatómatar Skalottlaukur Hálf sítróna Litlar kartöflur soðnar Aðferð „Ég byrja á að þerra roðið alveg, salta og pipra það og leggja það svo á kalda pönnu roðhliðin niður og salta og pipra hina hliðina á fiskunum lítillega,“ segir Snorri. Því næst ristar maður möndluflögur á annarri pönnu, sker niður eina skallottu og þrjá til fjóra sólþurrkaða tónmata, sýður kartöflur, skolar klettasalatið og sker kalt smjörið niður í teninga. „Kveikja undir pönnunni alveg á blasti. Fylgjast með þegar að fiskurinn verður orðinn næstum fölbleikur í gegn og henda þá tómmötunum og skallotunni út á,“ segir Snorri. Þá kemur að lykilatriðinu: smjörteningunum. „Nota skeið til að skvetta smjöri yfir fiskinn svo hann eldist alveg. Smá skvetta af hunangi út í bráðið smjörið. Þegar smjörið er alveg að fara að byrja að brenna kreistið hálfa sítrónu yfir allt, slökkvið undir, stetjið klettasalatið, möndlurnar og kartöflurnar út á pönnuna og hristið hana aðeins til til að allt blandist. Berið fram á pönnunni,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Snorri Helgason (@snossgaeti) Chardonnay og kliðmjúkt kántrí Snorri parar bleikjuna síðan við Chardonnay hvítvínið Tessier Mersault 2022 en vínum frá Mersault er einmitt stundum lýst sem smjörkenndum. Loks parar hann réttinn einnig við vínylplötuna The Late Great Townes Van Zandt með „alkohólíseraða Texasbúanum“ Townes Van Zandt svo maturinn og vínið renni enn ljúfar niður.
Matur Bleikja Uppskriftir Tónlist Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Sjá meira