Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2025 16:02 Kakan er silkimjúk og bráðnar í munni. Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að silkimjúkri espresso ostaköku með súkkulaðibotni og djúsí súkkulaðitoppi. Kakan er bæði elegant, einföld í undirbúningi, og ætti að gleðja alla kaffiunnendur. Espresso ostakaka Botn: 480 g Noir kex með belgísku súkkulaði 50 g smjör Ostakaka: 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 1 dl mjög sterkt espresso kaffi (kalt) 500 ml rjómi Súkkulaðitoppur: 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 1 dl rjómi Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og blandið vel þar til það verður að mjúku mauki. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Smyrjið hring af smelluformi og klæðið að innan með smjörpappír. Setjið smjörpappír á kökudisk, smellið hringnum ofan á og hellið kexblöndunni í formið. Setjið í frysti. Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og köldu espresso-kaffi. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 8 klst, eða yfir nótt. Setjið smjör, rjóma og súkkulaði í pott og bræðið saman við vægan hita. Látið kólna aðeins. Takið kökuna úr frysti, leyfið henni að jafna sig í um klukkustund. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna, með hringinn á kökunni, og sléttið. Takið smelluformshringinn og smjörpappírinn af. Skreytið með nokkrum kaffibaunum fyrir elegant lokahnykk. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Kakan er bæði elegant, einföld í undirbúningi, og ætti að gleðja alla kaffiunnendur. Espresso ostakaka Botn: 480 g Noir kex með belgísku súkkulaði 50 g smjör Ostakaka: 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 1 dl mjög sterkt espresso kaffi (kalt) 500 ml rjómi Súkkulaðitoppur: 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 1 dl rjómi Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og blandið vel þar til það verður að mjúku mauki. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Smyrjið hring af smelluformi og klæðið að innan með smjörpappír. Setjið smjörpappír á kökudisk, smellið hringnum ofan á og hellið kexblöndunni í formið. Setjið í frysti. Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og köldu espresso-kaffi. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 8 klst, eða yfir nótt. Setjið smjör, rjóma og súkkulaði í pott og bræðið saman við vægan hita. Látið kólna aðeins. Takið kökuna úr frysti, leyfið henni að jafna sig í um klukkustund. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna, með hringinn á kökunni, og sléttið. Takið smelluformshringinn og smjörpappírinn af. Skreytið með nokkrum kaffibaunum fyrir elegant lokahnykk. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira