Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2025 16:02 Kakan er silkimjúk og bráðnar í munni. Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að silkimjúkri espresso ostaköku með súkkulaðibotni og djúsí súkkulaðitoppi. Kakan er bæði elegant, einföld í undirbúningi, og ætti að gleðja alla kaffiunnendur. Espresso ostakaka Botn: 480 g Noir kex með belgísku súkkulaði 50 g smjör Ostakaka: 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 1 dl mjög sterkt espresso kaffi (kalt) 500 ml rjómi Súkkulaðitoppur: 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 1 dl rjómi Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og blandið vel þar til það verður að mjúku mauki. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Smyrjið hring af smelluformi og klæðið að innan með smjörpappír. Setjið smjörpappír á kökudisk, smellið hringnum ofan á og hellið kexblöndunni í formið. Setjið í frysti. Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og köldu espresso-kaffi. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 8 klst, eða yfir nótt. Setjið smjör, rjóma og súkkulaði í pott og bræðið saman við vægan hita. Látið kólna aðeins. Takið kökuna úr frysti, leyfið henni að jafna sig í um klukkustund. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna, með hringinn á kökunni, og sléttið. Takið smelluformshringinn og smjörpappírinn af. Skreytið með nokkrum kaffibaunum fyrir elegant lokahnykk. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Kakan er bæði elegant, einföld í undirbúningi, og ætti að gleðja alla kaffiunnendur. Espresso ostakaka Botn: 480 g Noir kex með belgísku súkkulaði 50 g smjör Ostakaka: 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 1 dl mjög sterkt espresso kaffi (kalt) 500 ml rjómi Súkkulaðitoppur: 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 1 dl rjómi Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og blandið vel þar til það verður að mjúku mauki. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Smyrjið hring af smelluformi og klæðið að innan með smjörpappír. Setjið smjörpappír á kökudisk, smellið hringnum ofan á og hellið kexblöndunni í formið. Setjið í frysti. Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og köldu espresso-kaffi. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 8 klst, eða yfir nótt. Setjið smjör, rjóma og súkkulaði í pott og bræðið saman við vægan hita. Látið kólna aðeins. Takið kökuna úr frysti, leyfið henni að jafna sig í um klukkustund. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna, með hringinn á kökunni, og sléttið. Takið smelluformshringinn og smjörpappírinn af. Skreytið með nokkrum kaffibaunum fyrir elegant lokahnykk. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira