Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2025 16:02 Kakan er silkimjúk og bráðnar í munni. Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að silkimjúkri espresso ostaköku með súkkulaðibotni og djúsí súkkulaðitoppi. Kakan er bæði elegant, einföld í undirbúningi, og ætti að gleðja alla kaffiunnendur. Espresso ostakaka Botn: 480 g Noir kex með belgísku súkkulaði 50 g smjör Ostakaka: 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 1 dl mjög sterkt espresso kaffi (kalt) 500 ml rjómi Súkkulaðitoppur: 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 1 dl rjómi Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og blandið vel þar til það verður að mjúku mauki. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Smyrjið hring af smelluformi og klæðið að innan með smjörpappír. Setjið smjörpappír á kökudisk, smellið hringnum ofan á og hellið kexblöndunni í formið. Setjið í frysti. Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og köldu espresso-kaffi. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 8 klst, eða yfir nótt. Setjið smjör, rjóma og súkkulaði í pott og bræðið saman við vægan hita. Látið kólna aðeins. Takið kökuna úr frysti, leyfið henni að jafna sig í um klukkustund. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna, með hringinn á kökunni, og sléttið. Takið smelluformshringinn og smjörpappírinn af. Skreytið með nokkrum kaffibaunum fyrir elegant lokahnykk. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Kakan er bæði elegant, einföld í undirbúningi, og ætti að gleðja alla kaffiunnendur. Espresso ostakaka Botn: 480 g Noir kex með belgísku súkkulaði 50 g smjör Ostakaka: 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 1 dl mjög sterkt espresso kaffi (kalt) 500 ml rjómi Súkkulaðitoppur: 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 1 dl rjómi Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og blandið vel þar til það verður að mjúku mauki. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Smyrjið hring af smelluformi og klæðið að innan með smjörpappír. Setjið smjörpappír á kökudisk, smellið hringnum ofan á og hellið kexblöndunni í formið. Setjið í frysti. Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og köldu espresso-kaffi. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 8 klst, eða yfir nótt. Setjið smjör, rjóma og súkkulaði í pott og bræðið saman við vægan hita. Látið kólna aðeins. Takið kökuna úr frysti, leyfið henni að jafna sig í um klukkustund. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna, með hringinn á kökunni, og sléttið. Takið smelluformshringinn og smjörpappírinn af. Skreytið með nokkrum kaffibaunum fyrir elegant lokahnykk. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira