Truflar flug í Noregi og Svíþjóð 3. nóvember 2004 00:01 Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira