Lagasetningar gegn rokki og róli 3. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun