Öskufallið raskaði flugi 3. nóvember 2004 00:01 Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira