Ákvörðun Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Yfirlýsing Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í Reykjavík kom ekki á óvart, því allt frá því að spjótin fóru að beinast að honum varðandi samráð olíufélaganna virtist ljóst að hann gæti ekki setið áfram sem borgarstjóri þrátt fyrir að hann hafi staðið sig vel í því embætti. Skoðanakönnun Fréttablaðsins um helgina olli þáttaskilum í málinu. Þar kom vilji almennings í þessu máli greinilega fram. Meira en helmingur þjóðarinnar vildi að Þórólfur segði af sér sem borgarstjóri, eins og nú er komið á daginn. Í yfirlýsingu sinni í Höfða í gær kom Þórólfur inn á það að skoðanir borgarbúa varðandi hann væru skiptar, en jafnframt sagði hann að sér væri það mikils virði að borgarbúar væru ánægðir með störf hans og að engan skugga hefði borið á samstarf hans við borgarfulltrúa og borgarbúa. Í viðtölum um helgina lagði hann á það áherslu að það væri sameiginleg ákvörðun forystumanna Reykjavíkurlistans og sín hvort hann segði af sér. Baklandið hjá Vinstri grænum tók mjög ákveðna afstöðu í þessu máli og hefur það sjálfsagt átt sinn þátt í því hverjar lyktir mála urðu. Ef Þórólfur hefði ekki staðið upp úr stóli borgarstjóra er hætt við því að sprungur hefðu myndast í samstarfinu hjá meirihlutanum í borgarstjórn. Að undanförnu hafa nokkur ágreiningsmál komið þar upp á yfirborðið, og með áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar í stóli borgarstjóra er hætt við að óbrúanlegar gjár hefðu myndast og Reykjavíkurlistinn hefði liðið undir lok. Eftir yfirlýsingu Þórólfs í gær fara spjótin væntanlega að beinast að þeim sem léku aðalhlutverkin í samráði olíufélaganna - sjálfum forstjórunum. Mál Þórólfs hefur valdið því að kastljósið hefur ekki verið eins sterkt á þeim. Enn fremur hafa aðrir sem koma að þessu máli dregið athyglina frá þeim sem mestu réðu og voru upphafsmenn að samráði olíufélaganna. Hér á landi er ekki algengt að menn taki á sig ábyrgð og segi af sér, en það hefur þó komið fyrir. Eitt skýrasta dæmið er þegar Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hann hvarf ekki af vettvangi stjórnmálanna, og í augum margra óx hann í áliti við að axla ábyrgð og hverfa úr stóli ráðherra. Það er rétt sem Þórólfur Árnason sagði í Höfða í gær, að hann hefði komið hratt inn í stöðu borgarstjóra og færi hratt úr henni. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi hann fram á sviðið í Ráðhúsinu í ársbyrjun 2002 voru miklar væntingar bundnar við hann. Þórólfur átti þá þegar að baki eftirtektarverðan feril sem markaðsstjóri Marels og Olíufélagsins og framkvæmdastjóri Tals, auk þess sem hann hafði komið víða annars staðar við frá því að hann útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Þórólfur hefur verið kappsamur og áræðinn í störfum sínum, og hann hefði átt að hafa kjark til að ganga út þegar honum ofbauð samráð olíufélaganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Yfirlýsing Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í Reykjavík kom ekki á óvart, því allt frá því að spjótin fóru að beinast að honum varðandi samráð olíufélaganna virtist ljóst að hann gæti ekki setið áfram sem borgarstjóri þrátt fyrir að hann hafi staðið sig vel í því embætti. Skoðanakönnun Fréttablaðsins um helgina olli þáttaskilum í málinu. Þar kom vilji almennings í þessu máli greinilega fram. Meira en helmingur þjóðarinnar vildi að Þórólfur segði af sér sem borgarstjóri, eins og nú er komið á daginn. Í yfirlýsingu sinni í Höfða í gær kom Þórólfur inn á það að skoðanir borgarbúa varðandi hann væru skiptar, en jafnframt sagði hann að sér væri það mikils virði að borgarbúar væru ánægðir með störf hans og að engan skugga hefði borið á samstarf hans við borgarfulltrúa og borgarbúa. Í viðtölum um helgina lagði hann á það áherslu að það væri sameiginleg ákvörðun forystumanna Reykjavíkurlistans og sín hvort hann segði af sér. Baklandið hjá Vinstri grænum tók mjög ákveðna afstöðu í þessu máli og hefur það sjálfsagt átt sinn þátt í því hverjar lyktir mála urðu. Ef Þórólfur hefði ekki staðið upp úr stóli borgarstjóra er hætt við því að sprungur hefðu myndast í samstarfinu hjá meirihlutanum í borgarstjórn. Að undanförnu hafa nokkur ágreiningsmál komið þar upp á yfirborðið, og með áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar í stóli borgarstjóra er hætt við að óbrúanlegar gjár hefðu myndast og Reykjavíkurlistinn hefði liðið undir lok. Eftir yfirlýsingu Þórólfs í gær fara spjótin væntanlega að beinast að þeim sem léku aðalhlutverkin í samráði olíufélaganna - sjálfum forstjórunum. Mál Þórólfs hefur valdið því að kastljósið hefur ekki verið eins sterkt á þeim. Enn fremur hafa aðrir sem koma að þessu máli dregið athyglina frá þeim sem mestu réðu og voru upphafsmenn að samráði olíufélaganna. Hér á landi er ekki algengt að menn taki á sig ábyrgð og segi af sér, en það hefur þó komið fyrir. Eitt skýrasta dæmið er þegar Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hann hvarf ekki af vettvangi stjórnmálanna, og í augum margra óx hann í áliti við að axla ábyrgð og hverfa úr stóli ráðherra. Það er rétt sem Þórólfur Árnason sagði í Höfða í gær, að hann hefði komið hratt inn í stöðu borgarstjóra og færi hratt úr henni. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi hann fram á sviðið í Ráðhúsinu í ársbyrjun 2002 voru miklar væntingar bundnar við hann. Þórólfur átti þá þegar að baki eftirtektarverðan feril sem markaðsstjóri Marels og Olíufélagsins og framkvæmdastjóri Tals, auk þess sem hann hafði komið víða annars staðar við frá því að hann útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Þórólfur hefur verið kappsamur og áræðinn í störfum sínum, og hann hefði átt að hafa kjark til að ganga út þegar honum ofbauð samráð olíufélaganna.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun