Fyrir stórfjölskylduna 12. nóvember 2004 00:01 Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm Bílar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm
Bílar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira