„Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 13:56 Úr verkinu Mánasteinn í uppsetningu tékkneska leikhússins. Studio Hrdinu Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið. Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið.
Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“