Í tilefni af þessu stórafmæli Listasafns Íslands bauð safnið til opnunar á nýrri sýningu sem ber nafnið Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár. Á sýningunni eru verk úr safneigninni sem spanna listasögu þjóðarinnar.
„Eins og sjá má á myndunum skemmti fólk sér konunglega á opnuninni í safninu enda fátt sem gleður meira en góð myndlist. Við hvetjum fólk til þess að heimsækja safnið á Fríkirkjuvegi og njóta einstakrar sýningar í stórkostlegu umhverfi. Safnið er opið alla daga milli klukkan 10 og 17,“ segir í fréttatilkynningu.
Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni:

































