Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2024 10:02 Það er engin messa eins og sú nauðbeygða messa sem frumsýnd verður á sunnudag. Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti. „Ástæða þess að við höfum nefnt verkið þessu fáránlega nafni sem enginn skilur er sú að við viljum að fólk labbi kannski í fyrsta sinn inn í eitthvað án þess að geta búist við því hvað er að fara að eiga sér stað,“ segir Einar Baldvin Brimar höfundur verksins í samtali við Vísi. Hann segir því um miklu meira en bara leikrit að ræða. Í verkinu, sem er messa, er fjallað um Kláus Alfreð Alfreðsson sem orðinn er dauðþreyttur á nútíma samfélagi. Hann hefur ákveðið að reyna allt sem hann getur til að fóta sig í samfélagi þar sem allt snýst um sýndarmennsku og metorð sem hefur í för með sér óafturkræfar afleiðingar fyrir hans líf. Einar segir um alvöru messu að ræða. Las helminginn og ákvað að slá til „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að læra fyrir lögfræðipróf. Þarna var ég bara gjörsamlega að deyja í einhverjum prófalestri og ég byrjaði bara að skrifa þetta upp af því að ég þurfti að fá mig til að brosa annars myndi ég ekki komast í gegnum þetta. Þannig ég skrifaði þetta í einhverjum flýti,“ útskýrir Einar. Hann heyrði næst í félaga sínum leikstjóranum Vigni Rafn Valþórssyni sem hann hafði sent handritið. „Hann sagðist hafa lesið helminginn áður en hann hringdi svo í mig og sagðist ætla að gera þetta. Þetta var allt saman mjög óvænt,“ segir Einar hlæjandi. Messan var flutt tvisvar fyrir fullu húsi síðastliðið sumar í Háskólabíó undir merkjum sviðslistahátíðarinnar Afturámóti og vakti mikla athygli. Einar segir þá félaga hafa fengið svo margar fyrirspurnir um hvenær verkið yrði aftur á sviði að þeir hafi eiginlega ekki getað annað en orðið við þeim óskum. Sýningin var fyrst sett á svið í Háskólabíói. Prestur býður fólk velkomið Margir af efnilegustu leikurum landsins fara með hlutverk í verkinu líkt og Starkaður Pétursson, Katla Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber svo fáeinir séu nefndir. Einar fellst á það að leikritið sé alvöru satíra. Í því sé mikill húmor þó myrka hliðin sé aldrei langt undan. „Þetta er samt fyrst og fremst messa. Við erum með prest sem býður fólk velkomið. Það er erfidrykkja eftir á og að sjálfsögðu predikun sem lætur engan ósnortinn!“ Einar segist fyrst og fremst þakklátur leikhópnum og öllum sem komið hafi að verkinu. Hann er spenntur að frumsýna verkið um helgina og segist sérstaklega hugsa til smiðsins Axels Auðunssonar sem hafi verið mikill bjargvættur. „Maðurinn smíðaði tvöhundruð kílóa leikmynd launalaust á fimm dögum og neitaði svo að fara upp á svið að hneigja sig því hann sér ekki tilganginn í fabúleringum þegar skylduverkin bíða hans!“ segir Einar hlæjandi. Hann segir að sér sé mikið í mun um að útskýra fyrir lesendum um hvað verkið raunverulega snúist. „Nauðbeygð Messa er ekki eitthvað sem þú velur að fara á, hún velur þig, hún velur þig því hún veit að þú vilt breytingar, framfarir og betra samfélag. Hún velur þig því þú ert nauðbeygður. Svo kæri lesandi, hvort sem þér líkar það eða ekki - þú hefur verið valinn!“ Menning Leikhús Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ástæða þess að við höfum nefnt verkið þessu fáránlega nafni sem enginn skilur er sú að við viljum að fólk labbi kannski í fyrsta sinn inn í eitthvað án þess að geta búist við því hvað er að fara að eiga sér stað,“ segir Einar Baldvin Brimar höfundur verksins í samtali við Vísi. Hann segir því um miklu meira en bara leikrit að ræða. Í verkinu, sem er messa, er fjallað um Kláus Alfreð Alfreðsson sem orðinn er dauðþreyttur á nútíma samfélagi. Hann hefur ákveðið að reyna allt sem hann getur til að fóta sig í samfélagi þar sem allt snýst um sýndarmennsku og metorð sem hefur í för með sér óafturkræfar afleiðingar fyrir hans líf. Einar segir um alvöru messu að ræða. Las helminginn og ákvað að slá til „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að læra fyrir lögfræðipróf. Þarna var ég bara gjörsamlega að deyja í einhverjum prófalestri og ég byrjaði bara að skrifa þetta upp af því að ég þurfti að fá mig til að brosa annars myndi ég ekki komast í gegnum þetta. Þannig ég skrifaði þetta í einhverjum flýti,“ útskýrir Einar. Hann heyrði næst í félaga sínum leikstjóranum Vigni Rafn Valþórssyni sem hann hafði sent handritið. „Hann sagðist hafa lesið helminginn áður en hann hringdi svo í mig og sagðist ætla að gera þetta. Þetta var allt saman mjög óvænt,“ segir Einar hlæjandi. Messan var flutt tvisvar fyrir fullu húsi síðastliðið sumar í Háskólabíó undir merkjum sviðslistahátíðarinnar Afturámóti og vakti mikla athygli. Einar segir þá félaga hafa fengið svo margar fyrirspurnir um hvenær verkið yrði aftur á sviði að þeir hafi eiginlega ekki getað annað en orðið við þeim óskum. Sýningin var fyrst sett á svið í Háskólabíói. Prestur býður fólk velkomið Margir af efnilegustu leikurum landsins fara með hlutverk í verkinu líkt og Starkaður Pétursson, Katla Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber svo fáeinir séu nefndir. Einar fellst á það að leikritið sé alvöru satíra. Í því sé mikill húmor þó myrka hliðin sé aldrei langt undan. „Þetta er samt fyrst og fremst messa. Við erum með prest sem býður fólk velkomið. Það er erfidrykkja eftir á og að sjálfsögðu predikun sem lætur engan ósnortinn!“ Einar segist fyrst og fremst þakklátur leikhópnum og öllum sem komið hafi að verkinu. Hann er spenntur að frumsýna verkið um helgina og segist sérstaklega hugsa til smiðsins Axels Auðunssonar sem hafi verið mikill bjargvættur. „Maðurinn smíðaði tvöhundruð kílóa leikmynd launalaust á fimm dögum og neitaði svo að fara upp á svið að hneigja sig því hann sér ekki tilganginn í fabúleringum þegar skylduverkin bíða hans!“ segir Einar hlæjandi. Hann segir að sér sé mikið í mun um að útskýra fyrir lesendum um hvað verkið raunverulega snúist. „Nauðbeygð Messa er ekki eitthvað sem þú velur að fara á, hún velur þig, hún velur þig því hún veit að þú vilt breytingar, framfarir og betra samfélag. Hún velur þig því þú ert nauðbeygður. Svo kæri lesandi, hvort sem þér líkar það eða ekki - þú hefur verið valinn!“
Menning Leikhús Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira