Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum 16. nóvember 2004 00:01 Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár." Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár."
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent