Enn frekari undanþágur í vændum 22. nóvember 2004 00:01 Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag fyrir að stæra sig af því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að Íslendingar hefðu einir þjóða fengið leyfi til að menga hlutfallslega meira en nokkur önnur þjóð sem aðild ætti að Kyoto-bókuninni sem samþykkt var 1997. Halldór Ásgrímsson sagðist fúslega gangast við þessari ábyrgð. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að hefði undanþágan ekki fengist væri ekki verið að byggja upp stóriðjuna sem hér væri að rísa. Honum væri þó fullljóst að Kolbrún væri á móti slíkum framkvæmdum og þar með á móti bættum lífskjörum í landinu. Hann sagði núverandi ríkisstjórn hins vegar ekki á móti bættum lífskjörum. Kolbrún svaraði því til að forsætisráðherra stæði á haus og hann hefði augljóslega stungið hausnum svo kirfilega í sandinn að hann neitaði að horfast í augu við staðreyndir málsins. Og Kolbrún ítrekaði spurningu sína um hvað Íslendingar hygðust fyrir á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna sem haldin verður í Buenos Aires í Argentínu í næsta mánuði. Hún spurði hvort farið yrði fram á frekari undanþágur. Halldór svarði því til að auðvitað yrði beðið um frekari undanþágur, enda yrði annars ekki hægt að byggja upp eins og til stæði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag fyrir að stæra sig af því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að Íslendingar hefðu einir þjóða fengið leyfi til að menga hlutfallslega meira en nokkur önnur þjóð sem aðild ætti að Kyoto-bókuninni sem samþykkt var 1997. Halldór Ásgrímsson sagðist fúslega gangast við þessari ábyrgð. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að hefði undanþágan ekki fengist væri ekki verið að byggja upp stóriðjuna sem hér væri að rísa. Honum væri þó fullljóst að Kolbrún væri á móti slíkum framkvæmdum og þar með á móti bættum lífskjörum í landinu. Hann sagði núverandi ríkisstjórn hins vegar ekki á móti bættum lífskjörum. Kolbrún svaraði því til að forsætisráðherra stæði á haus og hann hefði augljóslega stungið hausnum svo kirfilega í sandinn að hann neitaði að horfast í augu við staðreyndir málsins. Og Kolbrún ítrekaði spurningu sína um hvað Íslendingar hygðust fyrir á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna sem haldin verður í Buenos Aires í Argentínu í næsta mánuði. Hún spurði hvort farið yrði fram á frekari undanþágur. Halldór svarði því til að auðvitað yrði beðið um frekari undanþágur, enda yrði annars ekki hægt að byggja upp eins og til stæði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira