Sjö milljörðum meira í bætur 22. nóvember 2004 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira