Ástandið í Úkraínu 26. nóvember 2004 00:01 Eftirmálar forsetakosninganna í Úkraínu um síðustu helgi verða stöðugt alvarlegri og alvarlegri. Ekki batnaði ástandið í miðborginni í Kænugarði á miðvikudag þegar yfirkjörstjórn landsins gaf út yfirlýsingu um að Viktor Janukovitsj, forsætisráðherra landsins, hefði borið sigurorð af Viktor Júsjenko. Tugir þúsunda manna sem styðja Júsjenko hafa flykkst til miðborgarinnar og komið saman í öðrum borgum landsins til að mótmæla úrslitunum. Jafnframt því sem spennan í Úkraínu hefur aukist jafnt og þétt alla vikuna, hafa vestrænir leiðtogar lýst áhyggjum sínum af því hvernig kosningarnar fóru fram og efast um að opinberar niðurstöður þeirra gefi rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Janukovitsj forsætisráðherra, sem er hinn opinberi sigurvegari kosninganna, nýtur stuðnings ráðamanna í Rússlandi en Júsjenko nýtur stuðnings vestrænna ríkja. Landfræðileg lega Úkraínu er þannig að landið er á milli Rússlands og nokkurra landa sem tilheyra orðið Atlantshafsbandalaginu og/eða Evrópusambandinu, en í norðri er Hvíta-Rússland og Rúmenía og Moldavía fyrir sunnan. Úkraína hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991,en tengslin við Rússa hafa verið sterk. Þarna búa rösklega 48 milljónir manna og margir þeirra eru Rússar. Þrátt fyrir hinn volduga nágranna í austri hafa Úkraínumenn hallað sér töluvert í vesturátt á undanförnum árum og sem dæmi um það sendu þeir um 1500 manna friðargæslulið til Íraks undir forystu Pólverja. Þeir hafa líka lagt sitt af mörkum við friðargæslu í Kosovo og Afganistan. Þannig hafa þeir viljað vingast við Vesturveldin og stefna bæði að því að komast í Evrópusambandið og Nató eins og mörg önnur fyrrverandi kommúnistaríki. Þessi afstaða Úkraínumanna hefur eflaust ekki fallið í góðan jarðveg hjá Pútín, forseta Rússlands, og ráðamönnum þar, og þess vegna er landið orðið nokkurs konar bitbein Rússa og Vesturveldanna. Þjóðin virðist líka skiptast í tvær fylkingar í afstöðu sinni til austurs og vesturs, sem kristallast í úrslitum forsetakosninganna. Fráfarandi forseti, Leonid Kútsjma, hefur reynt að bera klæði á vopnin og hvatt landsmenn til að ná sáttum. Hann studdi Janukovitsj forsætisráðherra í baráttunni um forsetastólinn og þess vegna getur verið erfitt fyrir hann að hafa áhrif á stuðningsmenn Júsjenko sem beið lægri hlut samkvæmt opinberum kosningaúrslitum. Þeir segja að engin málamiðlun komi til greina og kosningasvik hafi verið höfð í frammi. Benda þeir á máli sínu til stuðnings að frambjóðandi þeirra hafi haft vinninginn í útgönguspám sem gerðar voru á kjördag, auk margskonar annarra annmarka á kosningunum sjálfum. Það lítur því út fyrir að allt geti gerst í Kænugarði og skyldu menn vera viðbúnir hinu versta. Þessir atburðir auka líka á spennu milli Rússlands og Vesturveldanna. Lausn virðist vandfundin í Úkraínu. Talað hefur verið um endurtalningu atkvæða eða jafnvel að kosningarnar verði endurteknar en vonandi verður ekki gripið til vopna í Kænugarði þótt mörgum þar sé heitt i hamsi, það gæti hleypt öllu í bál og brand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Kári Jónasson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Eftirmálar forsetakosninganna í Úkraínu um síðustu helgi verða stöðugt alvarlegri og alvarlegri. Ekki batnaði ástandið í miðborginni í Kænugarði á miðvikudag þegar yfirkjörstjórn landsins gaf út yfirlýsingu um að Viktor Janukovitsj, forsætisráðherra landsins, hefði borið sigurorð af Viktor Júsjenko. Tugir þúsunda manna sem styðja Júsjenko hafa flykkst til miðborgarinnar og komið saman í öðrum borgum landsins til að mótmæla úrslitunum. Jafnframt því sem spennan í Úkraínu hefur aukist jafnt og þétt alla vikuna, hafa vestrænir leiðtogar lýst áhyggjum sínum af því hvernig kosningarnar fóru fram og efast um að opinberar niðurstöður þeirra gefi rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Janukovitsj forsætisráðherra, sem er hinn opinberi sigurvegari kosninganna, nýtur stuðnings ráðamanna í Rússlandi en Júsjenko nýtur stuðnings vestrænna ríkja. Landfræðileg lega Úkraínu er þannig að landið er á milli Rússlands og nokkurra landa sem tilheyra orðið Atlantshafsbandalaginu og/eða Evrópusambandinu, en í norðri er Hvíta-Rússland og Rúmenía og Moldavía fyrir sunnan. Úkraína hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991,en tengslin við Rússa hafa verið sterk. Þarna búa rösklega 48 milljónir manna og margir þeirra eru Rússar. Þrátt fyrir hinn volduga nágranna í austri hafa Úkraínumenn hallað sér töluvert í vesturátt á undanförnum árum og sem dæmi um það sendu þeir um 1500 manna friðargæslulið til Íraks undir forystu Pólverja. Þeir hafa líka lagt sitt af mörkum við friðargæslu í Kosovo og Afganistan. Þannig hafa þeir viljað vingast við Vesturveldin og stefna bæði að því að komast í Evrópusambandið og Nató eins og mörg önnur fyrrverandi kommúnistaríki. Þessi afstaða Úkraínumanna hefur eflaust ekki fallið í góðan jarðveg hjá Pútín, forseta Rússlands, og ráðamönnum þar, og þess vegna er landið orðið nokkurs konar bitbein Rússa og Vesturveldanna. Þjóðin virðist líka skiptast í tvær fylkingar í afstöðu sinni til austurs og vesturs, sem kristallast í úrslitum forsetakosninganna. Fráfarandi forseti, Leonid Kútsjma, hefur reynt að bera klæði á vopnin og hvatt landsmenn til að ná sáttum. Hann studdi Janukovitsj forsætisráðherra í baráttunni um forsetastólinn og þess vegna getur verið erfitt fyrir hann að hafa áhrif á stuðningsmenn Júsjenko sem beið lægri hlut samkvæmt opinberum kosningaúrslitum. Þeir segja að engin málamiðlun komi til greina og kosningasvik hafi verið höfð í frammi. Benda þeir á máli sínu til stuðnings að frambjóðandi þeirra hafi haft vinninginn í útgönguspám sem gerðar voru á kjördag, auk margskonar annarra annmarka á kosningunum sjálfum. Það lítur því út fyrir að allt geti gerst í Kænugarði og skyldu menn vera viðbúnir hinu versta. Þessir atburðir auka líka á spennu milli Rússlands og Vesturveldanna. Lausn virðist vandfundin í Úkraínu. Talað hefur verið um endurtalningu atkvæða eða jafnvel að kosningarnar verði endurteknar en vonandi verður ekki gripið til vopna í Kænugarði þótt mörgum þar sé heitt i hamsi, það gæti hleypt öllu í bál og brand.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun