Öryggið er í mannréttindum 29. nóvember 2004 00:01 Dómsmálaráðherra vill sjálfur hafa hönd í bagga með því hvernig framlögum ráðuneytis hans til mannréttindamála er varið. Það fé sem áður rann óskert til Mannréttindaskrifstofu Íslands - og voru engin býsn - verður nú í höndum ráðuneytismanna og þarf að sækja til þeirra um framlög til þessa málaflokks. Mótframlag utanríkisráðuneytisins til skrifstofunnar hefur einnig verið skorið niður: stjórnvöld eru með öðrum orðum að leggja niður Mannréttindaskrifstofuna, en vilji fólk inna af hendi verkefni á þessu sviði getur það sótt til stjórnvalda um styrk til þess, og undir mati ráðherra og hans fólks komið hverju sinni hversu verðugt verkefnið telst. Allir sem fylgst hafa með skrifum Björns Bjarnasonar vita að hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvað sé verðugt og hvað ekki. Og er þetta ekki bara eðlilegt? Er ekki ráðherrann til þess kosinn að ráða einmitt svona hlutum? Á hann ekki að stjórna? Er hann ekki fulltrúi okkar sem á að sjá til þess að framlagi almannasjóða sé vel varið? Má vera að hann líti sjálfur svo á að þarna sé hann eingöngu að sinna sínu starfi af samviskusemi - og það kann líka að vera að svokallaðar "málefnalegar" ástæður séu fyrir þessari ákvörðun - en málaflokkurinn er hins vegar viðkvæmur, þetta er ekki málaflokkur sem ráðherra á að ráðskast með. Hann ráðskast hér með fólkið sem á að hafa eftirlit með honum. Ekki eykur það manni traust á því að um "málefnalegar" ástæður sé að ræða að svo vill til að Mannréttindaskrifstofan hefur sent frá sér álit sem farið hafa í bága við vilja ráðherrans - til dæmis um útlendingalögin. Það eitt og sér hlýtur að verða til þess að vekja óþægilegar grunsemdir um að hér sé um að ræða hefndarráðstafanir af einhverju tagi. Og hvað með það? Á ráðherrann að vera að ausa fé í starfsemi sem honum er ekki að skapi og er honum jafnvel mótdræg? Verður hann ekki að fylgja dómgreind sinni í því að meta verðleika svona starfsemi og hversu brýn hún sé fyrir almenning? Aftur: Á hann ekki að stjórna? Þetta eru mannréttindamál. Mannréttindaskrifstofa er beinlínis til þess að hafa eftirlit með stjórnvöldum, gæta hagsmuna borgaranna gagnvart ríkisvaldinu. Eðlis síns vegna hlýtur slík skrifstofa alltaf að vera gagnrýnin á stjórnvöld, spyrja erfiðra spurninga þegar stjórnvöld setja lög sem þrengja að frelsi borgaranna eða ógna einkalífi þeirra. Á sama tíma og Björn Bjarnason stendur í þeim stórræðum að leggja niður Mannréttindaskrifstofu Íslands talar hann fyrir því að hér verði komið á fót einhverju sem hann kallar öryggislögreglu, með tilvísan til þess að ástandið í heiminum sé ótryggara um þessar mundir en nokkru sinni og að hingað geti borist hryðjuverkamenn. Vissulega hefur það gáleysi ríkisstjórnarinnar að styðja innrás Bandaríkjanna í Írak orðið til þess að landið er ótryggara en áður, að ógleymdum hinum furðulegu tilburðum til hermennsku sem sést hafa til Íslendinga í Afganistan og víðar með hörmulegum afleiðingum, en vandséð er þó að hafa þurfi svona mikið við þess vegna að koma á fót sérstakri njósnasveit til að stunda símhleranir, skrá niður grunsamlegt fólk, fylgjast með fólki á laun, fá fólk til að njósna um aðra, yfirheyra fólk - eða hvað það nú er sem svona stofnanir stunda. Slík starfsemi eitrar andrúmsloftið í samfélaginu, dregur úr lífsgæðum okkar, þrengir kosti borgaranna án þess að séð verði að hún muni auka öryggi okkar. Hætt er við að viðvarandi skortur á ógnvöldum yrði til þess að slík lögregla færi að njósna um og ofsækja fólk sem mótmælir virkjunum eða notar aðrar aðferðir við að koma á framfæri vanþóknun sinni á framferði stjórnvalda. Þjóðlífskríli á borð við það íslenska þarf ekki á svona starfsemi að halda, lögreglan hlýtur að ráða við að hafa auga með þessum fáu glæpamönnum sem hér eru og ætti einna helst að einbeita sér að því að hafa strangar gætur á þeirri nýju stétt manna sem sögð er starfa við limlestingar. Öflug og sjálfstæð mannréttindaskrifstofa er fremur til þess fallin að auka manni öryggiskennd en leynilögregla af því tagi sem Björn Bjarnason vill koma á fót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Dómsmálaráðherra vill sjálfur hafa hönd í bagga með því hvernig framlögum ráðuneytis hans til mannréttindamála er varið. Það fé sem áður rann óskert til Mannréttindaskrifstofu Íslands - og voru engin býsn - verður nú í höndum ráðuneytismanna og þarf að sækja til þeirra um framlög til þessa málaflokks. Mótframlag utanríkisráðuneytisins til skrifstofunnar hefur einnig verið skorið niður: stjórnvöld eru með öðrum orðum að leggja niður Mannréttindaskrifstofuna, en vilji fólk inna af hendi verkefni á þessu sviði getur það sótt til stjórnvalda um styrk til þess, og undir mati ráðherra og hans fólks komið hverju sinni hversu verðugt verkefnið telst. Allir sem fylgst hafa með skrifum Björns Bjarnasonar vita að hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvað sé verðugt og hvað ekki. Og er þetta ekki bara eðlilegt? Er ekki ráðherrann til þess kosinn að ráða einmitt svona hlutum? Á hann ekki að stjórna? Er hann ekki fulltrúi okkar sem á að sjá til þess að framlagi almannasjóða sé vel varið? Má vera að hann líti sjálfur svo á að þarna sé hann eingöngu að sinna sínu starfi af samviskusemi - og það kann líka að vera að svokallaðar "málefnalegar" ástæður séu fyrir þessari ákvörðun - en málaflokkurinn er hins vegar viðkvæmur, þetta er ekki málaflokkur sem ráðherra á að ráðskast með. Hann ráðskast hér með fólkið sem á að hafa eftirlit með honum. Ekki eykur það manni traust á því að um "málefnalegar" ástæður sé að ræða að svo vill til að Mannréttindaskrifstofan hefur sent frá sér álit sem farið hafa í bága við vilja ráðherrans - til dæmis um útlendingalögin. Það eitt og sér hlýtur að verða til þess að vekja óþægilegar grunsemdir um að hér sé um að ræða hefndarráðstafanir af einhverju tagi. Og hvað með það? Á ráðherrann að vera að ausa fé í starfsemi sem honum er ekki að skapi og er honum jafnvel mótdræg? Verður hann ekki að fylgja dómgreind sinni í því að meta verðleika svona starfsemi og hversu brýn hún sé fyrir almenning? Aftur: Á hann ekki að stjórna? Þetta eru mannréttindamál. Mannréttindaskrifstofa er beinlínis til þess að hafa eftirlit með stjórnvöldum, gæta hagsmuna borgaranna gagnvart ríkisvaldinu. Eðlis síns vegna hlýtur slík skrifstofa alltaf að vera gagnrýnin á stjórnvöld, spyrja erfiðra spurninga þegar stjórnvöld setja lög sem þrengja að frelsi borgaranna eða ógna einkalífi þeirra. Á sama tíma og Björn Bjarnason stendur í þeim stórræðum að leggja niður Mannréttindaskrifstofu Íslands talar hann fyrir því að hér verði komið á fót einhverju sem hann kallar öryggislögreglu, með tilvísan til þess að ástandið í heiminum sé ótryggara um þessar mundir en nokkru sinni og að hingað geti borist hryðjuverkamenn. Vissulega hefur það gáleysi ríkisstjórnarinnar að styðja innrás Bandaríkjanna í Írak orðið til þess að landið er ótryggara en áður, að ógleymdum hinum furðulegu tilburðum til hermennsku sem sést hafa til Íslendinga í Afganistan og víðar með hörmulegum afleiðingum, en vandséð er þó að hafa þurfi svona mikið við þess vegna að koma á fót sérstakri njósnasveit til að stunda símhleranir, skrá niður grunsamlegt fólk, fylgjast með fólki á laun, fá fólk til að njósna um aðra, yfirheyra fólk - eða hvað það nú er sem svona stofnanir stunda. Slík starfsemi eitrar andrúmsloftið í samfélaginu, dregur úr lífsgæðum okkar, þrengir kosti borgaranna án þess að séð verði að hún muni auka öryggi okkar. Hætt er við að viðvarandi skortur á ógnvöldum yrði til þess að slík lögregla færi að njósna um og ofsækja fólk sem mótmælir virkjunum eða notar aðrar aðferðir við að koma á framfæri vanþóknun sinni á framferði stjórnvalda. Þjóðlífskríli á borð við það íslenska þarf ekki á svona starfsemi að halda, lögreglan hlýtur að ráða við að hafa auga með þessum fáu glæpamönnum sem hér eru og ætti einna helst að einbeita sér að því að hafa strangar gætur á þeirri nýju stétt manna sem sögð er starfa við limlestingar. Öflug og sjálfstæð mannréttindaskrifstofa er fremur til þess fallin að auka manni öryggiskennd en leynilögregla af því tagi sem Björn Bjarnason vill koma á fót.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun