Sport

Nýir bakverðir mæta til leiks

Bæði lið Njarðvíkur og KR stefna að því að tefla fram nýjum erlendum leikmönnum þegar liðið mætast í áttundu umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld en þá fara einnig fram leikur Grindavíkur og Hauka og leikur toppliða Keflavíkur og ÍS í Keflavík. Njarðvík hefur fengið til sín fyrrum unglingalandsliðskonu frá Serbíu og Svartfjallalandi, Veru Janjic, en KR hefur fengið til sig bandarískan bakvörð að nafni Cori Williston fyrir þennan sex stiga leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Á heimsíðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur kemur fram að Janjic muni styrkja liðið mikið með góðum sendingum og hittni sinni ef marka það sem sést hefur til hennar á fyrstu æfingum hennar með liðinu. Á heimasíðu KR kemur fram að Cori geti spilað stöðu leikstjórnanda, skotbakvarðar og lítils framherja, að hún lék í fjögur ár fyrir Oral Roberts háskólann, þaðan sem hún útskrifaðist síðastliðið vor. Á háskólaferlinum setti hún skólamet fyrir besta þriggja stiga nýtingu og vítanýtingu, auk þess að vera ellefta konan til að skora yfir 1000 stig í sögu skólans. Báðar eru þessir leikmenn bakverðir og jafnaldrar (22 ára) en nokkuð hefur vantað upp á leikstjórn beggja liða í vetur enda hafa þau tapað flestum boltum í deildinni. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í fallbaráttu 1. deildarinnar en Njarðvík er fyrir hann tveimur stigum á undan KR þökk sé 51-62 sigri liðsins í fyrri leik liðanna í vesturbænum í október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×