Býður margfaldan hraða 1. desember 2004 00:01 Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins. Tækni Viðskipti Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins.
Tækni Viðskipti Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira