Situr við að falda í flugvélinni 2. desember 2004 00:01 "Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni. Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni.
Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira