Innlent

Þorri sjálfstæðismanna mætti ekki

Sautján af tuttugu og tveimur þingmönnum Sjálfstæðismanna voru forfallaðir í gær þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands bauð þingheimi til árlegrar veislu í tilefni fullveldisdagsins 1. desember. Þorri annarra þingmanna sótti hins vegar veisluna. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna segir að ekki beri að lesa neitt í þessa slöku mætingu: "Þetta voru ekki samantekin ráð. Hver þingmaður hefur haft sína ástæðu." Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar sagði þetta miður: "Þetta fólk hefur félagsþroska á við tíu ára bekk." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir málið sérkennilegt: "Þetta vakti óneitanlega athygli enda vissulega mikil forföll". Einungis Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Kjartan Ólafsson, Katrín Fjelsted, Pétur Blöndal og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sóttu veisluna á Bessastöðum. Þess má geta að frí var á Alþingi í gær, einni fárra ríkisstofnana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×