Morgunblaðið ekki dýragarður 7. desember 2004 00:01 Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías. Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira